Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1918, Blaðsíða 1

Sameiningin - 01.12.1918, Blaðsíða 1
Mánaðarrit til stuðnings kirlcju og kristindómi íslendinga. gefið út af hinu ev. lút. kirkjufélagi Isl. í Vestrheimi XXXIII. árg. WINNIPEG, DESEMBER, 1918 Nr. 10. Gleðileg jól! Gleðileg jól, litlu börn, sem iMakkið til 'hátíðarinnar og lj ósanna og gjafanna. Guð gefi að barnsleg trúargleði jól- anna varðveitist hjá ykkur alla æfi. Gleðileg jól, þreytti starfsmaður. Hvíklu þig um stund undir greinum jólatrésins mikla og láttu þig dreyma um hann, sem í heiminn kom og sagði: ■ “Eg mun gefa yður hvíld.” Gleðileg jól, syndugi maður. Legðu synd þína að fótum freisarans og minstu /þess, að enginn er svo sekur, að ekki segi Drottinn kærleikans við hann á jólunum: “Með eilífri elsku, elska eg þig.” Gleðileg jól, syrgjandi hjarta. Jólin breyta tárunum í perlur. pegar jólasól Guðis skín á tárin verða tárin sælurík eins og von eilífs liífis. Sælir eru á þeissum jólum allir syrgj- endur, því íþeir munu huggaðir verða með trúnni á Jesúm og jólin. Gleðileg jól, hrumu gamalmenni, sem bíðið með frelsar- ann í fanginu, unz hliðunum verður lokið upp og þið fáið að syngja: “Nú lætur þú, iherra, þjón þinn í friði fara.” Gleðileg jól, öll börn mannanna, sem í hjartanu geymið lofsöng jólanna: “Dýrð sé Guði í upphæðum, og friður á jörðu með þeim mönnum, sem hann ihefir velþóknun á.”

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.