Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1918, Blaðsíða 4

Sameiningin - 01.12.1918, Blaðsíða 4
292 Ónýtum ekki verk englanna; en veruni þeirra sam- verkamenn, samiþjónar 'þeirra í því að vinna verk Guðs. Jólaenglamir komu í ljósadýrð, þeir bentu á barnið í jötunni, og lofsöngurinn þeirra er um kærleika himna- föðursins. Þessvegna minna þeir á liátíð ljósanna, barn- anna og kærleikanis. Þegar vér því tölurn um jólin sem liátíð englanna erum vér mintir á jólaboðskapinn allan í sinni guðdómlegu hátign. Verum eng'lunum samróma á þessum jólum. Syngj- um honum dýrð, ,sem þeir vegsömuðu. Tökum undir með íslenzka -sálmaskáldinu: “Ó, dýrð sé þér í hæstum hæðum, er ihingað komst á jörð; á meðan lifir Kf í æðum, þig lofar öll þín hjörð; á meðan tungan má sig hræra, á meðan hjartað nokkuð kann sig bæra, hvert andartak, hvert æðarslag Guðs engla syngi dýrðarlag. ’ ’ Sigur og sigurvonir. RæSa flutt I Fyrstu lút. kirkju t Winnipeg á sigurhátíS Canada, 1. Des. 1918. 46. Sálmur Ðavíðs. Asamt meðborgnrum vorum í þessu landi söfnumst vér saman í húsi Drottins, til þess að fagna fyrir honum og frambera fyrir hann bænir vorar og lofgerð fyrir sigur þann hinn dásamlega, sem hann liefir gefið þjóð vorri og samherjum ihennar í stríðinu sikelfilega, sem til lvkta er leitt með -sáttmála þeim um vopnahlé, sem staðfestur var 11. f. m. Með grátglöðum hjörtum viljum vér lofa höfð- ingja friðarins fvrir frið þann, sem hann hefir veitt þjóð- um þessa heims, eftir að þær hafa borist á banaspjótum meir en fjögur ár. Líklega hefir aldrei í heiminum orð- ið jafn almenn gleði eins og sú gleði er, sem nú fer um allan -heim, fyrir friðinn, sem er fenginn, Guð gefi oss að fagna réttilega, fagna heilögum fögnuði og gefa Guði dýrðina.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.