Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1918, Síða 8

Sameiningin - 01.12.1918, Síða 8
296 lxeild frá kyni til kyns, heiinurinn eining í enn stærri heiltl aiheimstilveru. Stríð og raunir hverrar kynslóðar, sem lifir og' deyr, ekki annað en eitt andvarp frá brjósti mann- kynsins, sem lyptir því hærra og nær Guðs himui, unz bilið eyðist og jörð og himinn loksins faðmast, þá því takmarki er náð, að samræmi verður í allri tilveru Guðs. Sá er með lífi isínu eða dauða andvarpar heiminn upp í Guðs faðm, hann á stærstan tilverurétt, mest líf, rnestan ódauð- leika. Yér lifum ekki og eigum ekki að lifa einungis nokk- ur ár, heldur eigum vér að lifa í verkum vorum allan aldur heimsins. Æ'fi sérhvers manns, á að vera átak, sem hrindir mannkyninu eitthvað áfram og nær takmarki fullkomnunarinnar. Ivosti það átak lífið, þá er átakið að dýrl'egra og ihefir meiri umbun í lífi alheimsins. Þar fyrir verður minning þeirra, sem með drengskap hafa strítt og dáið fyrir heill mannkynsins, ódauðieg'. Með hjörtum, sem titra af tilfinningu lotningar og þakklætis, minnumst vér einkum vorra eigin manna, þeirra er frá oss fóru í stríðið mikla. Stór var hópur sá tiltölu- lega og fríð sú sveit. Fögnuður fyllir nú hjörtu vor yfir voninni um að sjá þá aftur og fagna þeim heimkomnum. Frá hjörtum vorum stígur þakklæti til Guðs fyrir þá g'leðilegu eftirvæuting. Þeir koma bráðum heim. Guði sé lof! En þeir koma ekki allir. Marga vantar í liópinn. Þeir hvíla í gröfunum handan haf. Blómsveiga fléttum vér minningu þeirra. Ekkert nafnanna má gleymast. Minnismerki vegiegt og þeim samboðið skal þeim reist. En fegurst verður það minnismerki, sem geymist í lijört- um foreldra þeirra, systkina þeirra og' barna þeirra, og gefið verður í arf eina kynslóð eftir aðra, og verður til þess að göfga hugi og hjörtvj ótal manna mannsaldur eftir mannsaldur, meðan sögur geymast, framþrá og frelsi bærist í sálum manna, og rneðan að lífið lætur í ljósi til- fimiing. Og hvað skal svo hugsa og hver aðstaða manns vera að ])essu öllu lo'knu? Það liefir 'reynt á menn í stríðinu og það reynir á einnig nú að stríðinu loknu. Frá kristi- legu sjónarmiði er nærri fyrst að gera sér grein fyrir aðstöðunni gagnvart þeim, sem verið hafa óvinir vorir.

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.