Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1918, Blaðsíða 11

Sameiningin - 01.12.1918, Blaðsíða 11
299 nm. þjóðardramb liverfur fyrir eining allra manna; Guðs- ríki verður svo á jöröu sem á 'bimni; einn Guð >og menn allir bræður. Fyrir morgunroða hins nýja dags sé Guði lof og dýrð. Ó, biðjum að dagurinn bjarti renni og rétt- lætis- og friðarsólin skíni sern fyrst öllum heimi. Guð gefi að ríkið komi og nýi tíminn sem fyrst. En það verður ekki fyrir það eitt, að vopnahlé er nú samið og friður fenginn niilli ’þjóða. Ríkið þarf að koma fvrst í hjörtu mannanna hjá öllum ])jóðum. Yér rnegurn ekki gera oss ]>að í hugarlund, að öll stríð sé búin. Ekki lieldur það, að ihér í landi og öðrum lönudm verði friður. Vonandi verður aldroi framar blóðugt stríð. Vonandi varðveitir Drottinn þjóð vora frá því, að lenda aftur í lík- amlegum orustum. kín það er ekki 'kominn friður, og má ekki koma friður fyr en sigruð hafa verið vöid myrkurs- ins, líka heima fyrir. Vér eigmm óefað mikil stríð fyrir liöndum. Þó gengið hafi verið milli bols og höfuðs á einveldi og hervaldi í stjórnmálum þjóða, þá eru öflin tvö enn við lýði: afl mannréttinda og sjálfsforræðis annars vegar og afl einokunar hins vegar. Næsti stríðsvöllurinn, sem ]>au öfl berjast á, verður á sviði atvinnumálanna og viðskiftalífsins. Sama afl, sem prússnesku ofurmennin beyttu til upphefðar sjálfmn sér en kúgunar öðrum, það er hér í höndum fárra fésýslu-ofurmenna. Þar til það vald er sigrað og jöfnuður fenginn verður ekki friður. Segið mér ekki að kominn sé friður, meðan enn ríkir “sá dauði og djöfulsnauð, að dvgðasnauðir fantar safna auð pieð augun rauð, en aðra lirauðið vantar. ”, Segið mér iieldur ekki að kominn sé friður meðan hér í “kristnu” mannfélagi sakbornir menn eru dæmdir til lífláts og hengdir. Segið það ekki meðan imefaréttur ræður í nokkru máli mannfélagsins, lagalega eða lagalaust, and- lega eða líkamlega. Segið það ekki meðan stjórnmál auðkennast af svikráðum og fjármál af undirhyggju. Segið það ekki í Aiskalon og kunngjörið það ekki í Gað, að stríðum sé lokið og friður fenginn, fyr en á öllum svið- um mannlífsins, að ofheldi og ofríki einstaklingsins hefir vikið fvrir jafnræði allra manna, og einasta tígn og aðall á jarðríki er göfgi andans og hreinleiki sálarinnar.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.