Sameiningin - 01.12.1918, Page 14
302
RADDIR FRÁ ALMENNINGI
Deild þessa annast séra G. Gnttonnsson.
Athugasemd.
frá hr. Helga Arnasyni.
í ÁgTÍstbláSi Sameiningarinnar eru nokkrar línur frá mér, meS
fyrirsögn: “Guöfræöingunum ber ekki saman”. L'rnur þæ.r skrifaði
eg mínttm háttvirta vin, séra Guttormi Guttormssyni, og ætla'ðist ekki
til þess, að þær væru prentaðar. En þar sem þær hafa komið út á
prenti, þá verður það ekki aftur tekið, og þar sem minn háttvirti vin-
ur hefir gert athugasemd við það, sent eg sagði, þá vildi eg mega láta
skoðun mína betur í ljós á þeim atriðum, sem okkur ber ekki saman
um. Hv’að mismunandi mejningar, um ártöl viðburðanna á æfiferli
Jesú, snertir, þá ætla eg að láta það atriði eiga sig. Láta mér nægja
það.sem Lúkas segir (3, 23). Færi eg að bera það saman við mann-
kynssögúna, eða.það, sem Hippolytus segir, mundi eg verða litlu nær
því rétta.
Guðpsjailamönnunum Markúsi og Jóhannesi ber ekki saman um
það, á hverri stund dags Jesús hafi verið krassfestur. Eg tek trúan-
legt það, sém Jóhannes segir, að það hafi verið um sjöttu stund, að
Jesús var framseldur til krossfestingar. Eg hefi sýnt fram á, að HaM-
grímur Pétursson og Meistari Jón Vídalín, hafi haft þá sömu skoðun.
Höfundur sálmsins: “Jesús, sem að oss frelsaði”, hefir verið sömu
skoðunar. Til þess bendir fjórða versið:
“Nær sjöttu stund að negldur var
nakinn á krossinn Kristur.”
Sáhnur þessi var í messusöngsbókinni, sem prentuð var 1801
(nr. 72), og í þeirn útgáfum, sem prentaðar voru fram yfir miðja öld-
ina. En þegar sálmabókin var aukin og endurbætt, árið 1864—’5,
var honum slept úr, og hefir ekki verið prentaður síðan. —
Ekkert hefi eg á móti því, að Gyðingar hafi haft tvenskonar
stundatal á þeim tíma. Eg hefi aðeins fyrir mér Jesú eigin orð:
"“Eru ekki tólf stundir í deginum?” ('Jóh. 11, 29). Þessi orð Jesú, á-
sarnt dæmisögunni í Matt. 20, taka af öll tvímæli um það, hvaða tíma-
tal Jesús hafi haft. Jesús segir: “Himnaríki er líkt húsbónda ein-
itm, er gekk út árla dags, til þess að leigja verkamenn í víngarð sinn
-----og hann gekk út um þriðju stund. — — Enn gekk hann út um
sjöítu og níundu stund------. Þessir hinir síðustu hafa unnið eina
stund.” Af þessum orðum Jesú skil eg ekki betur, en að hann hafi
haft sama stundatal og við höfum nú, að því undanteknu, að þá er
talið sjötta stund, þegar vér teljum tólf.