Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.12.1918, Page 16

Sameiningin - 01.12.1918, Page 16
304 Kristur væri fæddur áriö 754 frá stofnun Rómaborgar. Á áttundu öld v’ar timatal Dionysíusar búið a‘ö ryöja sér til rúms me'öal kristinna manna alment, og ihafa þeir tailiö árin eftir hans útrekningi fram á þennan dag. Nú þykir sannaö, aö honum hafi skjátlast um fjögur til sex ár, en tímatal hans er oröiö svo samgróið ailri manrtkynssögunní, í fræföum kristinna þjóöa, aö varla virðast tiltök að breyta því héðan af, einikum þar sem fróðir menn eru ekki á eitt sáttir um það, hvað skekkjan sé mikil. Menn fylgja þessu viötekna tímatali, jafnvel þegar þeir benda á skekkjuna, eða árfæra viðburðina í æfisögu Krists sjálfs. Því er það, að eg hefi fullan rétt til að segja Jesúm krossfeStan árið 30, eða'jafnvel fyr, og fallast þó á vitnisburð guðspjailanna, um aö írelsarinn hafi haft að minsta kosti þrjá um þrítugt, þegar hann dó. Skekkjan stafar, sem sagt, frá Díonysíusi, en ekki frá Lúkasi. Læt eg svo úttalað um það mál. Þá hefi eg lítið að segja um stundatalið. Auðvitað taldi Jesús tólf stundir i deginum. Það geröu bæði Gyðingar og Rómverjar, og höfðu þó sitt stundatalið hver. Mismunurinn liggur ekki í tölu dag- stundanna, heldur í því, frá hvaða tíma sólarhringsins talið var. Vér teljum frá miðnætti. Díemisaga frelsarans, sú, er bréfritarinn minn- ist á, ber það með sér, að á þeim tíma voru Gyðngar v’anir að telja frá klukkan sex að morgni — eftir voru stundatali — eða þar um bil. Hafi þeir talið stundina hvor á sinn hátt, Markús og JÓhannes, þá liggur mismunurinn í þessu sama, frá favaða tíma dags, eða nætur, þeir töldu. Hitt er auðvitað rétt, að dagsstundirnar eru jafn margar — tólf — hjá báðum. En dæmisagan, sem bréfritarinn vitnar í, styrkir þá skoðun mína, að Gyðingar hafi miðað tímann við eyktir, þ. e. þriggja stunda bil, fremur en við stundirnar þar á milli. Þó sleptu þeir auðvitað ekki milli-stundunum úr tímareikningi sínum, með öllu. Víngarðsherran fer út á torgið um þriðju, sjöttu og níundu stund; og síðan um þá etteftu; það er að segja, réttum kluikkutima áður en hætt var, um tólftu stund. Sú venja, að miða verk og atvik sem mest við eyktir, eða þriðju hverja stund, kernur hvervetna í ljós í Nýjatestamentinn. Þarer að minsta kosti firotán sinnum minst á þriðju, sjöttu og níundu stund, en aðeins tvisvar á aðrar stundir, svo eg viti: tíundu stund, í Jóh. 1, 30, og elieftu stund, í Matt. 20, 6. Venjan var eðlileg, þar sem stundaklukkur þektust ekki, og erfitt að finna í hálfum sjóndeildar- hringnum tólf stundamörk, svo nákvæmt væri, en aðrir timamælar ekki á hverju strái. En af þessu flaut svo aftur það, að merking orðanna varð nokkuð rýrnri en nú, þegar dagsstundir voru nefndar, eins og bent var á í Ágústblaði “Sam.” Gamla bæklingnum má sleppa. Hvort sem séra Hallgrímur Pét- ursson trúði surnu, sem í honum stóð, eða ekki, þá var þar áreiðanlega ekki uim rteina heimild að ræða í máli, sem mestu sagnfræðingar og biblíuskýrendur hafa aldrei orðið á eitt sáttir um. Hitt skiftir engu, þótt sögnin væri lesin á prenti. Gömul munnmæli skifta hvorki eðli né uppruna við prentsvertuna.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.