Sameiningin - 01.12.1918, Qupperneq 19
307
hím tekiö upp á því að saka sigtirvegarana um hin verstu níðings-
verk, eins og harðneskjan væri ekki sjálfsögð i iþýzkum hernaði. Og
fregnirnar flugu út eins og -eldur í sinu, hervöldunuim til mestu skap-
raunar. Öll járn stóðu á foringjum þýzka hersins í Belgíu. Utan
að komu látlausar ásakanir um svik og níöingsverk, en stöðugur eftir-
rekstur heiman að, með ávítunum fyrir hik og lingerða sókn. Engin
furða, þótt von Grauling væri í illu skapi. Honum var skipað að
sækja sem fastast, bæla niður alt viðnám með harðri hendi, og kyrkja
allar hryðjuverkasögur í fæðingunni. Hann hafði setið seint á her-
stefnu um kvöldið og útausið hjarta sínu í ósviknum orðum, sem
von var.
Og nú var hann vakinn upp úr fasta svefni, og beðinn aö tala í
talsima við Keltner ofursta. Auðvitað einhver rekistefna, sem honum
kom ekkert við.
“Hvað viljið þér inér?” urraði von Grauling. “Hvað? Dæmt
mann til lífláts? Hvern þremilinn varðar mig utn það? Það fara
fieiri sötnu leiðina, ef eg er ekki látinn i friði um há-nætur. Hvað ?
— Hvað finst mér um dóminn ? Einmitt það, á nú að klemma ábyrgð-
inhi upp á mig — eins og eg hafi ekki nóg á minni könnu! Á að
hlaupa í mig hvenær, sem einihver Belgíumaður er drepinn? Það ma
hengja þá alla saman á einn streng fyrir mér!------Biðið við ! Þaö
er 'bezt að mannhr'óið lifi. Það er yður til margfaldrar skammar,
Keltner, fyrir að gugna yfir einni aftöku, eins og taugaveikluð pipar-
mey. 'Það mælir ekki með yður við yfirherstjórnina, eg segi yður
satt. En þér látið mig þá vonandi í friði um há-nætur framvegis, og
rtynið að hafa mannskap til þess að standa við verk vðar sjálfur.
Maðurinn lifir. Eg skipa það, úr því til mín var leitað.”
Framlhald.
Brúðan.
Jólasaga lianda litlum stúlkum.
Hún Mrs. Sherman og hún Grace litla, dóttir hennar, fóru niður
í bæ, til þess að kaupa ýmislegt, sem þurfti til heimilisins. Þær þurftu
nokkrum sinum að fara fram hjá Murray-búðinni, og í hvert sinn sem
þær fóru þar fratn hjá, hrasaði Grace litla; og nú datt hún alveg út
af gangstéttinni.
. “Hvað gengur að þér, Grace”, sagði móðir hennar hálf önug;
“geturðu ekki horft fram fyrir fæturnar á þér?”