Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.12.1918, Qupperneq 20

Sameiningin - 01.12.1918, Qupperneq 20
308 “Eg — eg — þú skilur mamma, að þaö er ekki gott aö passa si aö fara ek-ki út af gangstéttinni, þegar eg verS a‘ð hafa augun aftur' svaraöi Grace litla hálf kjökrandi. “Augun aftur!” sagöi mamma hennar alveg hissa, og horföi framan í Grace litlu. “Hvaö gengur að augunum þinum, aö þú skulir þurfa aö hafa Iþau aftur?” Grace roðnaöi út undir eyru, því hún hafði ekki ætlað að segja mömmu sinni neitt um það, að hún hafði augun aftur. “Segðu mér það, Grace”, sagði móðir hennar. “Þaö er af því — a,f því — að eg vildi ekki sjá brúðurnar”, svaraði litla stúlkan. “Vildir þú ekki sjá þessar ljómandi fallegu brúður í búðarglugg- anum hans Murrays? Og þú, sem hefir alt af haft svo gaman af brúðum! Líttu á þessa stóru brúðu með svarta ihárið og floshattinn. Hvað heldur þú að þú segðir ef eirthver gæfi þér svona brúðu í jólagjöf ?” En Grace litla horfði alls ekki á brúðurnar í glugganum: hún sneri sér undan og horfði út á strætið. ‘ “Hvað gengur að þér barn?” isagði móðir hennar. “Þú horfir ekki einu sinni á brúðurnar. Vildir þú kanske heldur eiga þtesa í bláa kjólnumi?” “EJsku mamma, vertu ekki að tala um þetta”, sagði Grace litla og flýtti sér frá búðarglugganum. Móðir íhennar ®kildi ekkert í þessu. Þegar hún náði stúlkunni tók hún í ihendinaj á henni til þess að leiða hana og sagði blíðlega við hana: “Segðu mömmu hvað þetta á að þýða, elskan mín.” Og Grace litla herti upp hugann og sagði henni það. “Þú veizt það, mamrna, að eg sá þessar brúður fyrsta daginn, sem þær voru i glugganum, og mér þótti þær svo indælar. Eg heJd að sú með flos-hattinn sé elskulegasta brúðan, sem eg hefi nokkurn tíma séð. Og eg ásetti mér undir eins að biðja ykkur pabba um að gefa mér hana í jólagjöf, því þið sögðust ætla að gefa mér brúðu.” “En það íkveld, þegar eg var að hátta, fór eg að hugsa um striðið og alla særðu hermennina í Norðurálfunni, og öll liltu börnin, sem fá enga glaðningu á jólunum — aumingja bömin i Belgiu, sem eru heim- ilislaus og hafa sum mist pabba sinn og mömmu og alla ættingja. Og eg sagði Guði það kveld, að eg ætlaði að biðja ykkur um að eyða engum peningum til þess að kaupa mér brúðu á jólunum, heldur senda peningana til þess að kaupa eitthvað handa veiku hermönnunum eða gleðja einhver lítil börn í Belgíu á jólunum. Og þessv’egna, mamma, — eg get ekki gjört að því — eg verð að hafa augttn aftur þegar eg geng fram hjá glugganum, sem brúðurnar eru í.” Mrs. Sherman skildi litlu stúlkuna sína og þótti undur vænt um það sem hún sagði, því húnj fann hvað það lýsti góðu, sannkristnu hjartalagi; og ósjálfrátt mintist hún þessara orða frelsarans: “Sann- lega segi eg yöur, svo framarlega sem þér hafið gjört þetta einum þessara minna minstu bræðra, þá hafið þér gjört mér það.” fc/)r

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.