Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1918, Blaðsíða 23

Sameiningin - 01.12.1918, Blaðsíða 23
311 keisaraeinveldi og hreyfing í áttina til lýöstjórnar, eins og viö njótum undir stjórn Georgs konungs VI. ÞiS hugsið ef til vill, aö eg sé búinn aö gleyrna stjórnarskránni frá 1889; en ef þiö vissuð, aö sú stjórnarskrá hefir alt af, síðan hún var samþykt, verið í höndunum á skfifstofuvaldinu, þá mundi ykkur skiljast, aö þingb.undin stjórn og lýðveldi í vestrænum skilningi hefir hér veriö nafniö tómt. Síðastlið- inn sunnudag gjörði keisarinn blaöamann, sem er leiðtogi stjórnar- flokks, en hvorki aðals-maður né í höfðingjatölu, að stjórnarformanni rikisins. Mr. Hara, stjórnarformaðurinn nýji, og ráðaneytið, sem hann hefir kosið, hefir þegar tekið við stjórnartaumunum. Fréttir Hi\ K. Sliina, guðfræðanemi í Japan. eins og þessar lesið þið auðvitað í dagblööunum heima. Sem stendur er ekki unt að benda á neinar samskonar -snöggar trúmálabyltingar; en þessa árs skýrsla túrboðsfélaganna, sem starfa í Japan, skýra frá stöðugri og áframhaldandi framför. Slíkt ástand á trúarsvæðinu er miklu efnilegra til fratnbúðar en stafsemi, sem stefnir að miklum vakningafundarhöldum og snöggum sinnaskiftum. Á lúterska trú- boðssvæðinu okkar eru horfurnar rnjög góöar. Sameining lútersku kirkjuneildanna í Ameríku verður, til þess að styrkja að miklum mun starf okkar; því enda þótt bezti bróðurandi ríki meðal trúboðanna, sem hér starfa, og samvinna þeirra í milli sé í bezta lagi, þá styrkir samt sameining trúiboðsnefndanna einingarbandið okkar á meðal og

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.