Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1919, Blaðsíða 3

Sameiningin - 01.04.1919, Blaðsíða 3
mttetmmjtn. Mánaðarrit til stuð'ning.s kirkju og lcristindómi íslandinga gefið út af hinu ev. lút. kirkjufélagi ísl. í Vestrheimi XXXIV. árg. WINNIPEG, APRÍL, 1919. No. 2 Kirkjuþing 1919. Söfnuðum og prestum Hins evangeliska lúterska kirkjufélags Islendinga í Vesturheimi tilkynnist, að árs- þing félagsins — hið 35. — verður, ef Guð lofar, lialdið í kirkj-u Árdals-safnaðar í Árhorg, Manitoba, dagana, 25. til 30. Júní, 1919. Verður þingið sett með opinberri guðsþjónustu og altarisgöngu kl. 11 árdegis miðvikudag- inn 25. Júní. á þinginu eiga sæti, samkvœmt lögum kirkjufélags- •ins, prestar þeir allir, er kirkjufélaginu tilheyra, og em- bœttismenn aðrir, svo og kosnir erindrekar safnaðanna, einn fyrir hverja hundrað fermda safnaðarlimi og þar fyrir innan, fyrir meir en eitt hundrað safnaðarlimi og alt upp að tvö hundruð tveir, fyrir meir en tvö hundruð og alt upp að þrjú hundruð þrír, fyrir meir en þrjú hundruð fjórir, en fleiri en fjóra skal enginn söfnuður senda. Til þess erindrekar geti öðlast sæti á kirkjuþingi lítheimtist skriflegt vottorð frá söfnuði þeim, er þeir mæta fyrir, um að þeir standi i þeim söfnuði kirkjufélagsins og hafi verið kosnir á lögmætum safnaðarfundi. 1 næsta hlaði Sameiningarinnar verður hirt áætluð starfsskrá þingsins. Winnipeg 25. Apríl 1919, Björn B. Jónsson Forseti kirkjufélagsins.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.