Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1919, Blaðsíða 21

Sameiningin - 01.04.1919, Blaðsíða 21
51 .Þess landnámsins 'ber Sameiningunni sérstaklega ab' minnast, er Kristján Jobnson átti á svæði trúar og krist- indóms. Það landnám bans var bæði mikið og fagurt. Ár 'þau er hann dvaldi í Winnipeg um og eftir 1880 varð hann fyrir sterkum á'hrifum hins enska trúarlífs. Gekk hann að staðaldri í kirkju þess prests, sem um þær mundir hafði einna mest vekjandi áhrif á trúarlíf manna í borginni. Þegar séra Jón Bjarnason kom svo til Winnipeg 1884 og veruleg safnaðar-starfsemi hófst með Islendingum í Winnipeg og Argyle, varð Kristján John- son einliver ákveðnasti vottur og starfsmaður kristin- dómsins. Yar hann þá fluttur til Arg-yle og átti þátt í stofnun Frelsis-safnaðar þar. Starfaði liann þar með góðum árangri margt ár, einkum að sunnudagsskóla- málum. Lengi var “biblíu-klassi” Kr. Johnsonar annál- aður og til fyrirmyndar um alt kirkjufélagið. Er Krist- ján fluttist til þorpsins Baldur gefest hann með öðrum fvrir stofnun Immanúels-safnaðar, og var hann forseti þess safnaðar þaðan af til dauðadags, og alla þá tíð var hann kennari í sunnudagsskóla safnaðarins. Frá því kirkjufélag vort hóf göngu sína fyrst var Kristján Johnson mikið og vel við sögu þess riðinn. Sat hann löngum kirkjuþingin og bar mál þess fyrir brjóst- inu í livívetna. Þar átti kirkjufélagið sannan og trúfast- an vin. Kristindóms-málin voru honum kærust allra mála. Honum var yndi að guðsþjónustum og bænafund- um. Frelsarinn Jesús Kristur var í sannleika drottinn hans. Honum vildi liann í öllu þjóna. í Jesú nafni lifði hann og dó. IJeimili átti Ivristján Johnson bæði hlýtt og bjart. Ekki fyrir það, að þangað kæmu ekki áhyggjur og raunir, heldur fyrir það, liversu ástríkið var þar mikið og trúin og gleðin. Ivona hans, Arnbjörg Jónsdóttir, var honum samhent í öllu góðu, og var þeirra umhyggja hvort um annað og sameiginlega um börnin til aðdáunar. Háttprúður maður var Kr. Johnson og einkar siða- vandur. Ilann var alla tíð ötull starfsmaður bindindis- mála og vínbanns. Orðvar maður var liann, og aldrei vildi hann lastmæli heyra um aðra menn. Að eins eitt sinn theyrði eg honum stökkva blótsyrði. Það var þegar

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.