Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1919, Blaðsíða 24

Sameiningin - 01.04.1919, Blaðsíða 24
54 It grows and doth flourish, and e’er stronger it grows. In tropical heat or in antarctic snows. From blood of the Savior its power it gained, And fertile and strong it has ever remained. It ever keeps thriving, thouigh other trees die, Its outspreading branches from pole to pole lie, So rapid a growth from the first it has made That soon the whole world may find rest in its shade. The time is soon coming, when all heathen hordes Will hie to the shelter this good tree affords; The world from all weeds and from tares be made free, The lopped limibs be grafted again on the tree. How joyous and happy God's kingdom will be; The whole world be resting beneath this great tree And from its wide arches a temple be raised Where God, by all mankind, in song shall be praised. Nýjar biblíusögur. Lengi hafa menn fundiö til þess, einkum þeir, er kenslu hafa með höndum.í sunnudagsskólum, að brýn þörf væri á kenslubók fyrir þær deiMir sunnudagsskölanna, sem taka viö börnunum, eftir er þau hafa sinn ákveðna tíma notiö fræöslu af myndaspjöldunum, sem nefnast “Ljósgeislar”, og áöur en 'þau eru því vaxin, aÖ byrja nám í þeiin deildum, sem kenna á undan fer.mingu hinar yfirgrips- meiri biblíusögur Klaveness eöa Tanks. Á síöasta kirkjuþingi var séra Friörik Hallgrímssyni, skrifara kirkjufélagsins, faliö þaö vanda- verk, að semja biblíusögur handa yngri deildum sunnudagsskólanna. Tes.su verki hefir nú séra Friðrik lokið, og eru biblíusögurnar komnar út, á kostnað kirkjufélagsins, og eru til sölu hjá ráðsmanni útgáfunefndarinnar, hr. Jóni J. Vopna í Winnipeg. Þær kosta 40 cents. Bók þessi er sérlega nytsamleg, eþki einungis fyrir börn í sunnudagsskólum, heldur og til fræðslu á heimilum. Höfundurinn á margfaldar þakkir skylið fyrir bókina. Sögurnar eru sagðar á vönduðu íslenzku rnáli, sem er við hæfi barnanna. Þeir sem lesið hafa það, sem séra Fr. H. hefir ritað mörg ár í Sameininguna “Fyrir unga fólkið”, kannast við það, hversu áigætlega hann kann þá list, að rita fyrir æskulýðinn. Hvar sem því verður við komið eru sög- urnar sagðar með hinum einföldu orðuím ritningarinnar sjálfrar. Sögurnar eru 34 úr gamla testamentinu og 46 úr nýja testamentinu, allar stuttar. Sumum sögunum fylgja vers, sem ætlast er til að börnin iæri.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.