Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1919, Blaðsíða 19

Sameiningin - 01.04.1919, Blaðsíða 19
49 á ábyrgð mannsins. Þetta efni hefir víst valdið snarpari dedilum í kirkju vorri beldur en nokkuð annað. Það varð íslenzkum mönnum að orðum á fyrstu landnámstíð þeirra liér, þegar þeir leiddu hesta sína saman í Nýja Islandi, séra Jón Bjarnason með íslenzkan kristindóm og’ séra Pál'l Þorláksson fvrir hönd Norsku sýnodunnar. 1 þessu vandasama ágreiningsmáli hefir fundurinn fallist á 'þann úrskurðinn, sem óefað er bæði lúterskur og í beztu samræmi við sögulega kristni. Hann er sá, að báðar hliðar málsins sé sannar og réttar, liversu ervitt 'Sem rúannlegum skilningi veiti að samrýma þær.1) Kaflinn um kirkjulega hegðun tekur fyrir tvö atriði, sem valdið ihafa sundurleitum skoðunum og jafnvel ail- snörpum deilum. Annað er það, hvort leyfa megi ólúterskum prestum að flytja stólræður í lúterskum kirkjum, eða ólútersku fóiki að vera iþar tii altaris. Sumir vildu banna þetta með öllu, og hafa ýms kirkjufélög lagst á þá sveifina. Aðrir A’ildu þar engar skorður setja, eða örlitlar. Fundurinn hefir farið þar meðalveg; vill ekki leggja blátt bann við þessu, en ræður þó á móti. Þá er að síðustu afstaða kirkjunnar gagnvart svo- nefndum ‘ ‘ bræðrafélögum’ ’—Fraternal organizations— sem svo mikið er af ií landi þessu. Trúarsiða-kák slíkra félaga hefir ætíð orðið leiðtogum kirkjunnar að áhyggju- efni. Það er háttur þeirra félaga langflestra, að innliýsa menn úr alls konar trúflokkum, og hafa þó ýmsa trúar- siði um liönd, sem eftir lilutarins eðli hljóta að vera svo litlausir að enginn meðlimur komi þar auga á neitt, er talist geti gagnstætt sinni trú. Auðsætt er, að allur trú- fræðalestur, sem svo er þokukendur, kemur í bága við öll ákveðin trúarbrögð og’ getur illilega myrkvað hugi margra kristinna manna, sem veikir ern fyrir. Sum lútersk félög liafa því stranglega bannað meðlimum sín- um að ganga í þessi leynifélög og látið varða burtrekstri úr kristnum söfnuðum, ef ekki væri hlýtt. Önriur félögin hafa verið miklu vægari í þeim efnum og látið “bræðra- stúkurnar” að mestu hlutlausar, þótt ekki sé þeim mikið um þær gefið. Fundurinn hefir látið sér nægja að benda ' !) Séra Jón Bjarnason kemst að sömu niöurstöSu í fyrirlestri SÍnum um “Mótsagnir”.—Aldamót, 1900. Bls. 27-32.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.