Sameiningin - 01.04.1919, Blaðsíða 25
55
Þakksamlega veröur bók þessi þegin af öllum og óefaö notuð
alment og með góöum árangri.
Vargur í véum.
Skáldsaga eftir Gunnar Gunnarsson, í íslenskri
þýSingu eftir Vilhj. i>. Gíslason. Útgefandi i>orst.
Gíslason, Reykjavík.
Bók þessi hefir send verið Sameiningunni til ílits og umsagnar.
Alt, sem ikemur frá Gunnari Gunnarssyni, vekur eftirtekt, svo
mikla viðurkenningu sem hann hefir hlotið um öll Norðurlönd fyrir
skáldsagnalist.
“Vargur í véum” gerist í Reykjavik í samtíð vorri. Aðal-
persónurnar er.u Úlfur ('vargurinnj og séra Rjótur dómkirkju-
prestur, faðir hans; Margrét og ráðherrahjónin, foreldrar hennar;
Geir Thorgeir oig frú hans; Eldjárn skipstjóri; tlelgi Bjarnason
JBrodd-HelgiJ ritstjóri; Sigvaldi Kárason, prófessor; og Gísli
Torfason, bankastjóri.
Úlfur er óreglumaður mesti og kemst hvað eftir annað í hendur
lögreglunnar, en hann er að eðlisfari réttlátur maður. Ilt og gott
berst um yfirráð yfir honum og veitir til skiftis hvoru betur. Það
er með hann eins og Dr. Jeckyl og Mr. Hyde, að í honum eru tvær
verur. . Skáldinu tekst vel að sýna eðlisfar mannsins og sálarstríð.
Séra Ejótur dómkirkjuprestur er sem helgur maður. Með
ódauðlegri föður-ást vakir hann yfir “drengnum sinum”, líður með
honum og fyrir hann sárustu sálarangist. En verulega bjargað hon-
um fær hann ekki.
Margrét, unnusta, eiginkona og ekkja Úlfs fþví Úlfur fer í sjó-
inn nýkvongaður) er væn stúlka og góð, en hiálf-óeðlileg virðist oss
að ýmsu leyti saga hennar.
Ráðherrann er rniðlungsmaður og ófær að gegna embættinu
nema fyrir aðstoð mágs síns. þ>eir séra Ljótur hafa verið alda
vinir, en ráðherra reiðist honum og skapraunar er prestur leitast
við að sætta ráðherrahjónin við þau Úlf og Margréti, eftir að Mar-
grét hefir gengið burt úr foreldra húsum til að fara til Úlfs.
Þeir Brodd-Helgi og Sigvaldi prófessor eru ágæt sýnishorn
þeirra stjórnmálagutlara, sem um ekkert hugsa nema “flokkinn”
sinn. — En Eldjárn skipstjóri er göfugmenni.
Svall'bræður Úlfs, Sveinn Ólafsson og Arngrímur Ávaldason,
eru vel gerðir dónar í iheldri manna stétt.
Skemtilegastur 'þykir oss Gísli Torfason, bankastjóri, mágur
ráðherrans, sá sem raunar ræður öllu í stjórnmálunum, þó ekki beri
á, vitur en harðvitugur stjórnmála-jarl, sem svo að segja flýgst á
við sjálfan dauðann. Hann minnir svo notalega á Jetro Bass í
Coniston Churchill’s.
'Þ'etta eru leikendurnir. En leikurinn er lífið, oftast ranghverfu
megin. Sagan byrjar með átakanlega lifandi lýsingu á uppþoti á