Sameiningin - 01.04.1919, Blaðsíða 6
36
getuni ekki trúað því, að Giuð sjái manninum fyrir öllum
þörfuin líkamans, en láti liungur sálarinnar eftir ódauð-
leika ósatt. Milli þarfar mannsins og forsjónar Guðs
lilýtur að vera algjört samræmi, ella liefir smiðnum illa
tekist með smíðisgrip sinn og skaparinn 'befir vanskapað
manninn. Slíkt getur ekki átt sér stað. (c) Sé alt búið
þegar dauðinn kemur, þá er uppskeran á akri lífsins öll
ókirt, arður lífsins fer til spillis, engin afleiðing verður
nokkurrar orsakar; og þá er tilVeran ósiðferðileg, og
lxöfundur kennar ósiðferðileg vera. Að nefna lieilagan
Guð og siðferði manna, er sama sem að gera ráð fyrir
ódauðleika. An ódauðleika er kvorki um unfbun né
hegning að ræða fyrir lífið hér á jörðu, og þá er snííðis-
gripur smiðsins mikla ekki einungis ófullkominn. heldur
líka ljótur.
Alt þetta bendir til þess og sannar með líkum, að
sála mannsins eigi eilífa páska í vændum og sé að eilífu
ódauðleg. Guði sé lof!
En þegar ræðir um beinar og skýlausar sannanir
fyrir áframkaldi lífsins og upprisu, þá eru þær ekki að
finna nema á einum stað; kvergi annarsstaðar en í og hjá
Jesú Kristi. Hann einn hefir komið úr þeim ósýnilega
heimi, sem vér ferðumst til, og ibúið með mönnnnum á
jörðunni. Hann einn hefir séð með eigin augum og sagt
oss frá því, sem kinum megin er. Spyrjandi sálir kafa
því á öllum öldum leitað til hans og sagt: “Þú kefir orð
eilífs lífs”. Hann er guðleg opinberun ódauðleikans.
Sannanir, sem bvgðar eru á eðli náttúrunnar. þekking-
unni, vísindunum, keimspekinni, hafa nokkurt gildi, en
öruggan kvíldarstað í þessu efni finnur andinn ekki
annarsstaðar en í trúnni á Jesúm Krist, upprisinn lávarð
lífsins, og orðin hans.
Guðmaðurinn sýndi eðlisþörf nianns-sálarinnar ná-
kvæmni og hjúkrun. Þegar lærisveinarnir voru hjá
meistaranum síðasta sinn fyrir andlát iians, tekur kann
sérstakt tillit til vonarinnar um eilíft líf og segir berum
orðum: “Hjarta yðar skelfist ekki; trúið á Guð, og trúið
á mig.” Hann leyfir þeim og býður þeim, að setja jafn-
mi'kið traust til >sfn sem föðursins sjálfs, og veitir þeim
síðan þessa fuilvissu: “1 húsi föður míns eru mörg kí-