Sameiningin - 01.04.1919, Blaðsíða 8
38
lieimilin, sein lienclur vinanna opnuðu fyrir honum, litlu
börnin, sem oft komu hlaupandi á móti honum þegar
hann ferðaðist úti í friðsælu sveitunum, eða kom til
þorpanna, og mannfólkið, sem hann hafði liðið með blítt
og strítt, Sjállfsagt hefir hann liaft auga fyrir plæging
og sáning á vorin, virt fyrir sér jurtina, er 'hún lét sólina
seiða sig upp úr frjórri moldinni og vöxt hennar síðar
og ávexti, og svo loks uppskeruna. Unaður hefir honum
víst verið að lijörðunum og hjarðmönnunum, og með
fiskimönnunum hafði honum verið gleði að róa út á sjó-
inn. Veröldin stóð hjarta lians nærri eins og oss, skin
hennar og skuggar. Eln þar sem nú stundin er komin
að hann skilji við þetta alt, þá safnar hann vinum sínum
saman, kveður þá og segir þeim frá heimilinu og lífinu,
sem nú taki við, og hvernig hann skuli muna þá og elska
þá og fagna 'þeim í eilífðinni.
Og vér, sem trúum því og treystum, að Jesús Kristur
hafi A'erið í sérstökum skilningi sonur G-uðs, hann liafi
verið útgenginn úr skauti föðurins, og í lionum hafi búið
öll fylling gnðdómsins, vér höfum fyrir orð hans og dæmi
þá fullnaðarsönnun fyrir ódauðleika og' eilífu lífi, að
enginn 'hlutur er í augum vorum betur staðfestur. Því
er það, að andi vor gleður sig í Guði frelsara sínum nú
á upprisutíð náttúrunnar og sérstaklega nú á upprisu-
hátíð sjálfs hans.
Því Jesús lét ekki sitja við orðin tóm, þó þau ein væri
fullnægjandi af því þau eru hans orð, og vér hefðum get-
að trúað og verið rólegir, enda þótt hann hefði ekki vitjað
mannanna aftur lifandi eftir píslirnar. En hann bætti
dásemd á dásemd ofan, og svo allir lýðir mætti til að trúa,
þá sýndi hann með verklegri framkvæmd, live áreiðanleg
voru þau orð eilífs lífs, sem liann hafði talað, og með
upprisu sinni frá dauðum sannaði hann öllum upprisu
mannanna.
M eð undrun og tilbeiðslu stöndum vér við opna gröf
Guð-mannsins á páskunum. Dýrðar-undur upprisunnar
vekur söng á hvrjum streng í hjarta þess, sem trúir.
Sönnun er þar óyggjandi fyrir guðdómi Jesú Krists, og
staðfesting er þar ótvíræð á kenningu hans. Hann er
fyrir sjónum vorurn nú í guðlegri dýrð sinni, frel'sari