Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.07.1919, Page 3

Sameiningin - 01.07.1919, Page 3
^ainetntngtn. Mánaðarrit til stuð'nincjs kirlcju og lcristindómi íslandinga gefið út af hinu ev. lút. kirkjufélagi ísl. í Vestrheimi XXXIV. árg. WINNIPEG, JÚLÍ, 1919 No. 5 Kirkjuþingið. Það var haldið eins og.til stóð dagana 25.—30. Júní, í Árborg. Þingið sátu 60 manns, þar af voru 14 prestvígðir. Móttökur voru ágætar og meðferð á gestum hjá Árdals-söfnuði. Nágranna-söfnuðirnir sýndu og gest- risni mikla. Var ekið í bílum til heimboða út að Víði, austur að Hnausum og norður þaðan til Riverton. Á undan þingsetning var vígð kirkjan í Árborg — mvndarlegt guðshús, fullgert að öllu leyti og skuldlaust. Við þingsetningu prédikaði séra Friðrik Hallgrímsson og gengu þingmenn til altaris. Skýrslur emibættismanna og starfsnefnda báru með sér, að hagur stofnana og fyrirtækja félagsins er fremur góður. Tala safnaðanna er 62. Gjörðabók þingsins flyt- ur allar skýrslur og yfirlit vfir ástandið, og er til hennar vísað um það alt. Fyrirlestrar tveir voru fluttir á þinginu. Flutti annan séra Haraldur Sigmar og nefnist erindi það Vandamál á vegamótum. Hinn fyrirlesturinn flutti séra N. Steingr. Thorláksson um efnið: Líf eða dauði. Kvöld- fundur einn var helgaður umræðum um trúargrundvöll þann, er lúterska kirkjan í Ameríku hefir komið sér sam- an um fyrir hönd fulltrúa sinna í The Lutheran National Council. Á dagskrá þingsins voru 14 aðal-mál. Voru þrjú þeirra ný og skal geta þeirra liér stuttlega, en að öðru leyti vísað til prentaðrar gjörðaliókar um alt starf þingsins.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.