Sameiningin - 01.07.1919, Page 5
127
Forseti lagði og til að yfirlýsingar fyrri kirkjuþinga
(1909 og 1910) út af deilunni, væri úr gildi numdar, en
bundið sig við grundvallarlögin ein. Því máli fylgdu þeir
sérstaklegp, séra Hjörtur Leó, séra Kristinn Olafsson,
séra Haraldur Sigmiar, Séra Friðrik Hallgrímsson og
séra Rúnólfur Marteinsson; en á móti mæltu einkum þeir
séra Jóhann Bjarnason og séra Jónas Sigurðsson. Áreið-
anlega hafði málið fylgi mikils meirahluta þingmanna, en
með því að óttast var, að óánægja kynni að verða á
nokkrnm stöðum ef samþykt yrði slík yfirlýsing, sá nefnd,
er um málið fjallaði, sér ekki fært að leggja til um frek-
ari aðgjörðir í málinu, en þær, að kirkjuþingið bjóði söfn-
uðunum til sín að koma og hjá sér að vera á játningar-
grnndvelli grundvallarlaganna — þar sem menn höfðu
áður staðið saman frá upphafi. Var sú tillaga nefndar-
innar samþykt í einu hljóði.
Allir embættismemi kirkjufélagsins voru endurkosn-
ir: Forseti séra Björn B. Jónsson, varaforseti séra
Kristinn Iv. Ólafsson, skrifari séra Friðrik Hallgxúms-
son, varaskrifari séra Jóhann Bjarnason, féhirðir Jón J.
Vopni, varaféhirðir Jón J. Bíldfell.
Sú breyting var gjörð á fyrirkomulagi nefnda, að í
stað margra, er áður hafa verið, kemur ein framkvæmd-
arnefnd. Hefir hún umsjón allra mála milli þinga, nema
þeirra, sem lúta að hinum löggiltu stofnunum, og þeim,
er embættismönnum eru falin samkvæmt grundvallarlög-
um. Formaður framkvæmdarnefndarinnar er forseti
kirkjufélagsins, en hinir nefndarmennirnir eru séra
Kristinn K. Ólafsson, séra Friðr. Hallgrímsson, séra
Jóhann Bjarnason, hr. Jón J. Vopni, hr. Halldór S. Bar-
dal, og hr. John J. Swanson.
í skólaráð voru endurkosnir þeir séra N. S. Thor-
láksson og hr. Jón J. Bíldfell, en í stað dr. B. J. Brand-
son, sem baðst undan endurkosningu, var kosinn séra
Kristinn Iv. Ólafsson. Allir til þriggja ára.
í Betel-stjórnina var dr. Jón Stefánsson endurkosinn
til þriggja ára.
Ritstjórar “Sameiningarinnar” voru kosnir: séra
Björn B. Jónsson og séra Guttormur Guttormsson.