Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.07.1919, Blaðsíða 12

Sameiningin - 01.07.1919, Blaðsíða 12
134 mál, sem þeir verða að leggja sig fram að leysa úr, er mest reyna að greiða úr vandamálum þjóðanna og heimsins. pað er vandi mikill og margvíslegur á sviði stjórnmála og mannfélagsmála, og það er líka mikill og margvíslegur vandi fyrir dyrum kirkjunnar. Já, í kirkjunni eru mörg íhugunarverð vandamál á dagskrá; því í raun og veru eru öll þessi vandamál í þjóðlífinu og mannlífinu, ef ekki bein- línis þá óbeinlínis, vandamál kirkjunnar. pví öll mál mann- anna þarf kirkjan að láta sig varða og reyna að koma þeim inn á brautir réttlætis og sannleika. Um sum þessi vandamál, sem nú eru á dagskrá, langar mig til að tala í erindi þessu. Langt er frá því, að eg búist við að hreyfa við öllum vandamálum, sem á dagskrá eru, og langt er frá að eg ímyndi mér, að eg geti gefið fullnægj- andi úrlausnir í þeim málum, sem eg minnist á. Eg vil vekja máls á þeim til þess ef vera mætti, að meira yrði eftir- leiðis um þau hugsað og talað af kirkjunnar mönnum; um leið vildi eg þá í allri auðmýkt benda á einhverjar möguleg- ar úrlausnir. En ef mér gæti aðeins tekist að vekja lifandi :umhugsun og umtal meðal kirkjufólks yfirleitt á þessum vandamálum, finst mér, að ekki verði með öllu til ónýtis þessi ófullkomna og veikburða tilraun mín til að tala um þau mál. iVIenn líta svo á, — og eflaust er það rétt athugað — að í héimínum eigi nú að rísa upp, og sé þegar upp að renna nýr frelsisdagur, — frelsisdagur fyrir smáar, fátækar og ístöðulitlar þjóðir, og fyrir undirokaða, fátæka og umkomu- litla menn, ekki síður en aðra. Hjartanlega fögnum vér víst þeim nýja frelsisdegi, svo mjög oft sem þannig hefir farið á þessari jörð, að hið smáa og lítilmótlega hefir verið meir eða minna undirokað. En nú verður ef til vill spurt: “Hvaða vandamál stendur þá í sambandi við þessa fögru sólarupprás mannfrelsis í heiminum ?” pað vandamál staf- ar af því, að menn kalla stundum frelsi það, sem ekki er frelsi í raun og sannleika. Og menn sækjast stundum eftir því frjálsræði, sem fyrirlítur rétt lög, og treður á rétti með- bræðranna, í stað þess, að leita þess frelsis, sem í sannleika gjörir mann frjálsan. par liggur, skilst mér, vandinn í þessu sambandi. — Ef þjóðirnar nota sér frelsisdaginn nýja til þess að innleiða stjórnleysi, óhlýðni við lög Guðs, og taumlausan lifnað í hvívetna, þá verður frjálsræðið þeim það slys, sem ekki verður auðveldlega aftur bætt, og ef ein- staklingar nota sér frelsisdaginn á svipaðan hátt, þá hlýt-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.