Sameiningin - 01.07.1919, Qupperneq 17
139
um sagt, að >að sé þörf á breytingum og umbótum í kirkj-
unni sjálfri, til þess að hún geti framvegis fullnægt þrá og
þörfum þeirra í mannfélaginu, sem útaf hörmungum, alvöru
og þá líka lærdómi hins mikla og skelfilega heimsstríðs hafi
fengið nýja útsýn, og komist að þeirri niðurstöðu, að kirkj-
an fari ekki rétt með umboð sitt. pað er sagt, að margt og
mikið sé að hjá kirkjunni, að þar sé þörf á miklu um’oygg-
ingarstarfi, miklum breytingum, miklum umbötum. Hér
eins og víðar hafa i komist að hættulegar öfgar, þannig
vaxnar, að mér virðist, að ef þær væru teknar til greina yrði
það stórt slys fyrir kirkjuna og mannfélagið. Sprotnar eru
sumar aðfinslurnar sjálfsagt af óhug til kirkjunnar og ef
til vill sjálfsagt af óhug tij þess boðskapar, sem kirkjan
flytur. Og verður því að líta á þær svo sem margan annan
andblástur og jafnvel ofsókn, sem kirkjan sí og æ verður
að þola á þessari jörð. En það er þó langt frá því, að allar
þessar aðfinslur og tillögur um breytingar og umbætur séu
af þeim toga spunnar. Sumar þeirra eru frá einlægum og
velviljuðum mönnum komnar, sem þrá framfarir og breyt-
ingar og finst þær bráðnauðsynlegar til blessunar fyrir
kirkjuna, og til eflingar þeim boðskap, sem hún ílytur. En
af næsta eðlilegum orsökum kennir þar stundum líka alí-
mikilla öfga. Stríðstíma-hugsunin var óhjákvæmilega öfga-
kend. Sá mikli hraði, og sú margvíslega skelfing, sem þá
var, hafði þau áhrif, sem tæpast var mót von. Hugurinn
fastbatt á svipstundu margt það, sem róleg og staðföst
hugsun síðar finnur að hafi verið öfgakent og rangt. En
þegar í einlægni er talað, þarf kirkjan ávalt að hlusta með
nærgætni. Hún þarf að láta sér að haldi koma þær bend-
ingar, sem eru góðar og réttmætar, hvaðan sem þær kunna
að koma. Hér er vissulega alvarlegt vandamál á ferðum.
pað er vandi að fást við þessar tillögur um breytingar og
endurbætur á kirkjunni. pað er vandi að rata rétta leið,
ef inn á að leiða umbætur, hollar og blessandi. Og það er
víst ekki sízt vandi að koma þeim umbótum að, því þær
þyrftu, skilst mér, ílestar að eiga rætur sínar í hjörtum
einstaklinganna, sem mynda kirkjuna, fremur en í hinum
ytri umbúðum. En um þessi vandamál þarf þó kirkjan að
hugsa, og við þau þarf hún í allri einlægni að fást, og leggja
sig fram með öllu afli í anda og krafti Krists, og lagfæra og
bæta það, sem að er hjá henni, bæði í starfi hennar, og í
framsetningu þess boðskapar, sem hún flytur.
Sú skoðun var nokkuð almenn, þegar stríðið var að
byrja og jafnvel fram undir endalok þess, að hin mikla al-