Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.07.1919, Page 19

Sameiningin - 01.07.1919, Page 19
141 fram, að þeim muni finnast of veigalítill sá trúargrundvöll- ur, eða það trúarlíf, eða sá kristindómur, sem yfirleitt eigi sér stað hjá kirkjufólkinu. Og að þeir muni beinlínis heimta að sá kristindómur, sem þeir bindist nokkrum tengslum við í framtíð, gjöri ekki minni kröfu til þeirra, en þær hugsjónir og það málefni, sem þeir voru fúsir að leggja lífið í sölurnar fyrir á vígvellinum. Og víst er réttmætt að benda á þetta. pví hvers vegna skyldi ekki vera heimtað af mönnum, og það með staðfestu og alvöru, að þeir séu viðbúnir að leggja alt í sölurnar, og þar með lífið sjálft ef þörf gjörist íyrir hugsjónina hæstu — hugsjón kristindómsins, þar sem þess var á vígvellinum og annars staðar krafist að menn legðu alt í sölurnar og þar með lífið sjálft, ef þörf gjörðist, íyrir hugsjón frelsis og lýðveldis? Og má ekki einmitt finna þeim ákærum einhvern stað, sem í þessum athugasemdum felast. Gjörir kirkjan það nógu ljóst, að hún í nafni Jesú Krists framberi þessa háu og helgu kröfu? Enginn vafi er á, að því leyti sem kirkjunni heíir mistekist að sýna, að krafa .kristindómsins sé svona helg og há, að því leyti hefir henni mistekist að boða kristindóminn með þeim krafti og þeim skýrleik, sem nýja testamentið sjálft gjörir. Hér er því vandamál stórt og mikið, sem kirkjan þarf um að hugsa. Hún má til með að öðlast aðstoð heilags anda til þess að boða kristindóminn með miklum krafti og skýr- leik, og láta menn skilja það tvímælalaust, að krafa kristin- dómsins er það, að menn gefi herra kirkjunnar hjarta sitt. og séu við því búnir að ljá málefni hans krafta sína alla og lífið sjálft, ef þess er krafist. Lesið hefi eg það, að til séu þeir afturkomnir hermenn, sem þegar hafi látið það á sér skilja, að kirkjan þurfi alls eigi að vænta þess að eiga þá innan sinna vébanda, nema svo aðeins, að hún flytji skýrt og vel skiljanlega það erindi og þann boðskap, sem af þeim heimti eins mikið og gjöri til þeirra eins háar kröfur og þær hugsjónir, sem þeir hafi verið viðbúnir að gefa lífið fyrir á vígvellinum. Mér finst sú niðurstaða þeirra alls ekki rétt. Sjái þeir veikleika hjá kirkjunni og kirkjunnar fólki og kirkjunnar leiðtogum; finni þeir að rödd hennar hér í eyðimörk syndarinnar sé ekki nógu ákveðin og sterk; sýnist þeim að krafa þess er- indis, sem hún fer með sé gjörð of veigalítil, finst mér að þeir ættu ekki að standa fyrir utan, heldur koma inn, og hjálpa til þess að tónar hennar sé gjörðir háir og skýrir, hreinir og sterkir, og það látið skiljast að krafa hugsjónar- innar sé há — eins há krafa og nokkur hugsjón getur gjört.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.