Sameiningin - 01.07.1919, Page 25
147
RADDIR FRÁ ALMENNINGI
Deild þessa annast séra G. Guttormsson.
-y ..—~------------- " 'I
Spurningar frá konu í Norður Dakota.
(1)—I áttunda kapítula Rómverjabréfisins, tuttugasta versinu,
standa þessi orö: “lÞJví aS skepnan er undirorpin hégómanum, ekki
sjálfviljug, hieldur vegna harus, sem varp ihenni undir hann.” Hvern-
ig á að skilja þetta?
((2)—þá segir postulinn í níunda kapítula, þrettánda versi:
■“Jakob elskaði eg; Esaú hataöi eg”. Hjá hverjum var orsökin til þess,
aS þetta gæti verið svo?
(3) —1 sama kapítula er talað um leirker, sem ætluð eru, sum til
sæmdar en önnur til vansæmdár. Og þó er sama efnið í báðum, og
sami smiðurinn. Er þetta iíkingamál ? E8a á hvern hátt verður
það skilið, svo að vel sé?
(4) —Ef einhver maður verður að vera fyrirhugaður upphaflega,
svo aö friðþægingarverk frelsarans verði framkvæmt á honum, er þá
ekki sá, sem nefndur er glötunarsonur, undir guðlegri misikun?
Það skal tekið fram, að spurningarnar eru ekki sprotnar af efa
•eða vantrú, he'ldur af vöntun á réttum skilningi.
Bftir föngum vill Sameiningin leitast við að leysa úr spurnimgum
um trúaratriði eða tors'kilin ritningarorð, ekki sízt þegar bornar eru
fram í trú og einlægni, eims og hér á sér stað. En því miður er ekki
hægt að gefa svo góðar skýringar, að þær taki af öll tvímæli og gjöri
atriðin al-ljós og auðskilin, sem um er spurt, því að orð postu-lans
eru torskilin hér sem víðar, og efnið dularfult fsbr. 2. Pét. 3, 15. 16)
Reynt skal þó að gefa þá úrlausn, sem eðlilegust þykir.
Fyrst er frá Róm. 8, 20. . Til að skilja þá málsgrein þarf að
veiita athygli orðum henn-ar og orðatiiltækjum og eims ka'flanum öllum,
sem hún stendur í. Tökum þá orðin, sem skýringar þurfa:
“Skepnan” Orðið skepnan þýðir á biblíumáli eitthvað, sem Guð
hefir skapað. Merkingin ýmist víð eða þröng, eftir samhenginu.
Hér er efalaust átt við 'Uimheim vorn hinn sýnilega, hér á jörðinni,
áisamt öHu, sem í honum er, bæði dauðu og lifandi.
“Undirorpin hégómanum”. Nákvæmari þýðing væri: “Skepn-
an var gefin hégómanum á vald.” En hvað meinar postulinn með
þessu? Á þessum og þvílíkum ritningarstöðum táknar orðið hégómi
hverfulleika, forgengileika, vanmátt og annað því um líkt. Umheim-
ur vor hinn jarðneski vár gefinn þessum annmönkum á vald, segir
postulinn.
“Bkki sjálfviljug” tÞ.að er að segja, í eðli sínu var hún ekki hé-
gómleg eða ill í fyrstu. Hún er eins og í álögum, stynur undir
'ömurlegum ókjörum, sem hún átti ekki við að búa í upphafi og kaus