Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1921, Blaðsíða 4

Sameiningin - 01.09.1921, Blaðsíða 4
2G0 JrjóSflokki vornm til mikils gagns og sæmdar, hefði lífs- kjörin verið hagstæðari. Séra Eunólfur var lærdómsmaður mikill; hafði yndi af skólanámi, lifði og hrærðist í bókmentum Grikkja og Rómverja, og mun aldrei hafa slitið liugann frá þeim fræðum á prestskaparárum sínum. Gömlu málin voru honum ekki -þurt mentafóður; öðru nær; þau voru sá Mímisbrunnur, sem hann svalaði sálu sinni við. Kenn- ari hans á Wesley Gollege sagðist aldrei hafa séð nokk- urn mann komast eins við af skáldskap eins og Runólf Fjeldsteð, þegar hann í skólabekk var að lesa brot úr Eneasarkviðu eftir rómverska skáldið Virgilíus. Það var hjartgróin og ósigrandi mentaþíá, sem knúði hann í annað sinn út á skólastíginn og gaf honum þol til að halda þar strikinu, þrátt fyrir alla erviðleika, á meÖan lífið entist. Trúmaður var hann alla æfi- Hneigðist að vísu nokkuð í nýmælaáttina á síÖari árum, einkum eftir að hann kyntist guðfræðingnum dr. Foster á Chieago- íiáskóla. Þó vildi séra Runólfur ekki slíta að fullu tengsli þau, sem bundu hann við kirkjufélagið, og upp- reistar-gorgeirinn í svo nefndu “frjálslyndi” sumra ianda vorra, var honum meinilla við til dauðadags. Séra Runólfur var víðlesinn maður, ræðinn í sinn bót> og skemtilegur, einkum áður en heilsuleysið lamaði kraftana. En hann var viðkvæmur í lund og tók sér nærri, þegar móti blés, einkum ef mót'blásturinn var, að því er honum fanst, af manna völdum. Skáldmæltur var hann og lagði stund á að þýða íslenzk ljóð á ens'ku. Sálmurinn “Alt eins og blómstrið eina”, í enskri þýð- ing eftir séra Runólf, birtist í Sameiningunni árið 1919. --------o-------- Vorkunnsemin læknar fleiri syndir en refsidómar—Beecher. Atvikin gjöra sér mannamun — þau ganga venjulega hygn- um mönnum í vil.—Joubert. Tortrygnin er skaöleg dygöunum, ekki síður en lífsgleS- inni.—Johnson. *

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.