Sameiningin - 01.09.1921, Blaðsíða 23
279
á þessi berja-tré — margar skeppur af berjum eftir, og ómögu-
legt aS fá neina hjálp fyrir glerharöa peninga.”
Hann langaöi nú ekki til aö leika sér. í tíu mínútur haföi
Pétur horfst í augu viö freistarann og unniö sigur. Trén voru
enn eftir, eins og tröll-karlar, sem sigra þurfti, en stærsta tröll-
iö—eftirlæti viö sjálfan sig — haföi hann lagt aö velli um sinn.
Hann heyrði varla, hverju Ben svaraöi, svo mikill var flýtirinn
.aö komast aö verkinu aftur. Hann þóttist vita, hver nýjungin
væri, sem þeir ætluðu að sýna honum. Það var vist barkar-
bátur, sem þeir kölluöu “Brautryðjandann”. En hann varð að
bíða.
“Húrra! Eg er kominn að verkinu aftur, pabbi. Eg var
<ekki lengi að leika mér — eða hvað ?”
“Nei, drengur minn. Vildu fiskarnir ekki bíta?”
En Pétur sá glampann í augum föður síns og vissi, að hon-
nm var léttara um hjartaræturnar. Allan daginn unnu þeir
saman.
,, “Bráðum kominn kvöldverkatími, Pétur minn; við höfum
tínt mikið, en það sér ekki högg á vatni,” sagði faðir hans.
“Við megum til að fá einhverja hjálp, annars komum við
■ekki berjunum frá okkur á markaðinn í góðu ástandi,” sagði
Pétur og var hugsi.
Hlerra Dill fór að segja sögur frá æskuárum sínum, — af
atburðum, sem Pétur hafði aldrei heyrt um áður. Og hann
sagði vel frá.
“Hvernig gaztu gjört svona mikið, pabbi?” spurði Pétur
,að siSustu.
“Við borðuðum morgunmatinn við kertaljós, og þá var
langur dagur eftir, og oft vann eg góða skorpu í tunglsljósi eftir
dagsetur.”
Pétur var þögull stundarkorn á eftir. Hönum hafði dottið
nokkuö nýtt í hug.
Hann fór snemma í rúmið, næstum þvi undir eins að lokkn-
um kveldverkum og kvöldverði. Nei, hann var ekki lúinn, bara
syfjaður og ætlaði snemma á fætur.
Klukkan var orðin tíu, þegar bjartan geisla frá tunglinu
lagði þvert yfir herbergið. Pétur hrökk upp úr fasta svefni,
eins og vekjaraklukka hefði glumið í eyrað á honum. Hann
fór í fötin hljóðlega, og gekk svo njður stigann. í fordyrinu
var stafli af körfum. Pétur tók nokkrar með sér og lagði af
stað.
Grasið var vott af döggfalli. Silfurlitum bjarma sló á