Sameiningin - 01.09.1921, Blaðsíða 8
264
Áskorun.
Eins og allir kirkjuþingsmenn muna og þeir hafa séö, er
Þingtíöindin og Sameininguna hafa lesiö, þá greiddi siöasta
kirkjuþing atkvæöi meö fjársöfnun þeirri, sem hafin veröur í
haust með lútersku fólki um land alt, af Bandalagi lútersku
kirkjunnar í Ameríku fThe National Eutheran Council) til á-
framhalds á líknar- og viöreisnar-starfi Bandalagsins hjá bág-
stöddum trúbræörum í Norðurálfunni.
Talið er, aö 65 milíónir lúterskra manna sé í Norðurálfunni.
En fleiri en 55 milj. þeirra, búsettir í 15 löndum þar, telst til að
stríðið hafi meira og minna lamað. Á sér enn stað þar víða
mikill skortur bæði á fötum og fæðu. Yeikindi lika víða í börn-
um, vegna ónógrar og illrar fæðu. Einnig víða samfara eymda-
kjörunum ytri andleg og siðferðileg bilun, kjarkleysi og fráhvarf
frá Guði. Lúterska kirkjan á í ógurlegu stríði vegna ástands-
ins þessa. Þegar svo þar við bætist barátta hennar við bylting-
arandann óhemjandi, sem gert hefir marga að óðum mönnum,
og tilraunir kaþólsku kirkjunnar til þess að nota ástandið valdi
sinu til eflingar, en til fjörtjóns lútersku kirkjunni, þá getum
vér haft nokkra hugmynd um kjör hennar og stríðið, sem hún á
i nú í Norðurálfunni.
Hjálpin, sem þegar hefir verið veitt bræðrum vorum þar
af lúterskum bræðrum hér í álfu, hefir orðið þeim að ómetan-
legu gagni ekki að eins til líkamlegrar framfærslu, heldur líka
trúarlega og andlega. Bróðurhöndin hlýja, sem yfir hafið hef-
ir verið rétt að þeim með líkamlega hjálp þeim til handa, hefir
fært þeim líka andlegan styrk, hughreyst þá og ’nvatt, gefið þeim
aukna trú og nýjar vonir.
Þörfin mikla, sem nú kallar á oss, og áhrifin góðu og gleði-
legu hjálparinnar, sem þegar hefir verið veitt, ætti að vera oss
ný hvöt til þess að taka þátt í hjálpinni; enda höfum vér þegar
sagst vilja vera með í þessu líknarverki. Vér viljum vera með
bræðrunum hér í álfu í því að rétta líknarhönd bræðrunum bág-
stöddu fyrir handan hafið. Oss er sannarlega það við skap, að
vinna að slíku verki; því aldrei höfum vér sýnt, að vér værum
eftirbátar annara í hjálpsemi, þegar á oss hefir verið kallað og
vér höfum séð þörfina. Fyrir náð Guðs erum vér í ætt við misk-
unnsama Samverjann, en ekki við prestinn né Levítann, er sáu
bágstaddan, dauðvona manninn, en gengu samt fram hjá
honum.
Um miðjan október verður fjársöfnun þessi hafin, sem á