Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1921, Blaðsíða 21

Sameiningin - 01.09.1921, Blaðsíða 21
277 lítil tækifæri til skólagöngu. En nú fá unglingarnir nóg af skóla- nárni, en ekkert til aS þreyta viö. Hvorttveggja er slæmt.” ■'Fatbi,” sagöi Pétur, þegar hann var búinn aö fylla tvær lcörfur. “Hvi líkar þér Ben svo illa?” “Sagöi eg, aö mér félli ekki vel viö hann?” “Ne-ei, ekki beinlinis, en þú talaöir i þeim rómi, og svo spuröiröu lika, hvort hann leiddi okkur ekki stundum í ranga átt.” “Eg vil láta mér líka vel viö hann,” sagöi hr. Dill, og. þurk- aði svitann af erminni. “En þú sérð, drengur minn, þegar ein- hver piltur er svo laglegur og vinsæll, aö allir dansa eftir hans pípu, þá er ekki alt af hættulaust aö fylgja honum, hvar sem hann fer. Nafnið á félaginu ykkar er ágætt, ‘Brautryðjendurn- ir’. Og þið fóruð vel af staö, þegar þiö gjörðuð viö grasflötinn á prestsetrinu. iTókuð þiö blómarunnana, sem frú Greer lofað- ist til aö gefa ykkur? Þeir áttu aö koma í limagarðinn með- fram bakstignum.” “Ekki enn þá,” sagöi Pétur, og leit niöur fyrir sig. Hann sagöi ekki föður sínum, aö Ben heföi lofast til að koma runn- nnum niður, þegar hinir drengirnir væri búnir að stinga upp heöin og jafna moldinni. “Ben Potter er áhugagóður og hefir margt á prjónunum. Ef hann bara fengi ykkur til aö lúka við hlutina, í staöinn fyrir að sneiða hjá öllu, sem ervitt er.” Þeir voru búnir meö neðstu greinarnar, og Pétur ætlaði aö fara upp í stigann, til þess aö ná beztu og hæstu berjunum, þeg- ar faðir hans lauk viö setninguna. Pétri varð órótt innan- brjósts. “Pétur! Pétur Dill! Þú ert búinn að vinna nóg í dag. Komdu með okkur að fiska. Þú lofar honum, herra Dill?” Það var Ben Potter sem talaöi. Hann var svo sem tuttugu skref frá þeim, og fyrir aftan hann voru þeir Bert Holmann og Sidney Deane. Pétur stóö grafkyr, meö annan fótinn í neöstu riminni. í gegn um trjárunna og innan um lága, græna hóla, sá hann glitr- andi flötinn á Hreinavatni, ekki mílufjórðung í burtu. “Flýttu þér!” kallaöi Ben. “Við höfum nokkuð aö sýna þér þarna yfir frá. Við fáum ekki annan eins dag í langan tíma. Ekki svona stilt veöur, meina eg.” Pétr leit til fööur síns. Hr. Dill hélt áfram aö tína og sagöi ekki orö. Einhver slæmur andi sagði drengnum, aö hann skyldi freista föður síns.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.