Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1921, Blaðsíða 3

Sameiningin - 01.09.1921, Blaðsíða 3
259 Jón Bjarnason, sem þá var forseti kirkjufélagsins. Yígðist hann til fjögurra safnaða í Vatnabygðum svo nefndum vestur í Saskatchewan — íslenzku bygðunum, sem liggja í grend við vötnin Foam Láke og Quill Lalce, fyrir vestan Yorkton. A því svæði hafði hann starfað að heimatráboði í nokkur ár undanfarið og unnið að myndun safnaðanna, sem hann gjörðist nú prestur hjá. Þjónaði hann í fjögur ár á svæði þessu. Haustið 1912 flutti hann burt frá íslendingum og tók að stunda há- skólanám af nýju, í það skiftið við Harvard-háskóla í Massachusetts, elztu og fræguistu mentastofnun Banda- ríkjanna. Frá þeim tíma höfum vér ekki greinilegar sagnir af æfiferli hans, en hann mun hafa stundað þar nám í tvo vetur eða fleiri og lagt fyrir sig guðfræði og fornar bókmentir Grrikkja og Rómverja. Hann hafði ætl- að sér að ná doktors-stigi í einverri grein þeirra fræða, en varð að hverfa frá þeim ásetningi sakir fjárskorts og heilsulbilunar. Nokkrum bata náði hann aftur — þótt aldrei yrði heilsan sterk upp frá því — og tók þá þegar að keppa að markinu, sem hann hafði sett sér. Var hann öðru hvoru við' nám á háskólanum í Chicago, en vann þess á milli við kenslu á ýmsum mentastofnunum. Á síðasta hausti hafði hann verið vel á veg 'kominn með doktors-námið; var þá búinn að viða að sér efni í rit- gjörð, se'm af honum var heimtuð í sambandi við það mentastig, og kominn að góðri kennarastöðu við Simpson College í bænum Indianola í Indiana-ríki. Þar veiktist hann hastarlega >og varð að láta af starfinu. Hvarflaði hann þá aftur til landa sinna og ættfólks í Canada, sér til hvíldar og heilsubótar. Svo virtist um tíma, sem heils- an færi batnandi. En í öndverðum júní sló honum snqgglega niður, er hann var staddur á gistihúsi í Glén- boro, og lézt hann iþar eftir stutta legu. Andlátið var í samræmi við æfiferil séra Runólfs á síðari árum. Hann kvaddi heiminn einn síns liðs meðal ókunnugra. Jarð- arförin fór fram á miðvikudag, 15. júlí, frá Fyrstu lút- ersku kirkju í Winnipeg. Séra Björn B. Jónsson jarð- söng. Lauk þar æfi þess manns, sem hefði getað orðið *

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.