Sameiningin - 01.09.1921, Blaðsíða 24
280
berjarunnana; lofti'ö angaöi af sætum ilm frá blómunum, sem
móöir hans haföi ræktaö; nætur-fuglarnir flögruöu alt í kring
um hann. Pétri fanst hann aldrei hafa séö svo fagra sjón áður.
En hann þurfti aö flýta sér.
Hann dró á eftir sér léttasta stigann og fór í þaö hornið á
garðinum, sem ekki sást frá húsinu; síðan festi hann fötu við
mitti sér, reisti stigann upp við eitt berjatréð, klifraði upp, og
ætlaði að taka sér duglega fram á næstu tveimur tímum. Alt i
einu 'kom hann auga á körfur, fötur og kassa, er stóðu í þyrp-
ingu undir runnanum, sem fjærst honum var. Það leit grun-
samlega út.
“Hvað er nú á seiði”, hugsaði Pétur, og rendi sér hljóðlega
niður úr trénu til að skoða þetta. Pjötlur af ábreiðum, mottum
eða segldúkum voru breiddar yfir ílátin Pétur lyfti þeim af og
stóð sem þrumulostinn. ílátin voru full af kirsiberjum, öll
saman! Það brann í honum reiðin. Þjófar! Líklega hyskið
hans Townsends.
1 Þjófarnir voru sjálfsagt á næstu grösum. Pétur ásetti sér
að klekkja á því hyski. Hann dró stigann að öðru tré, skamt
frá þýfinu, klifraði upp í limið, faldi sig þar og beið átekta.
“Eg skal skjóta þeim skelk í bringu að minsta kosti,” sagði
hann við sjálfan sig. Hann stakk hendinni ofan í vasann. Þar
hafði hann hljóðpípu, sem hann var vanur að blása í, þegar móð-
ir hans hringdi miðdagsverðarbjöllunni. Það var ekta lögreglu-
hljóðpípa—sú eina, sem hann vissi af í bænum.
Hann keptist við að tina berin í næsta hálftíma. Þá heyrði
hann alt í einu fótatak, sem færðist nær og nær. Bjartan glampa
lagði um stiginn frá vatnipu, og nokkuð margir menn sáust
koma þaðan gangandi í halarófu, eins og Indiánar.
Pétur horfði á þessa sjón með öndina 1 hálsinum; hópurinn
kom beint inn í berjagaröinn. Pétur faldi sig i liminu sem bezt
hann gat. Hann heyrði óminn af samtali. Aðkomumennirnir
voru kátir og byrgðu niður í sér hláturinn. Allir höfðu þeir nýj-
ar blikkfötur, sem glitruðu í tunglsljósinu.
“Berin eru óhult,” sagði rödd, sem hann þekti vel. "Tínið
nú eins og þig eigið lifið að leysa. Þetta kalla eg ágæta skemt-
un. “Var ekki nestisbitinn góður?”
Pétur var nærri dottinn ofan úr trénu. Það var Ben Pott-
er, sem átti röddina, og þar voru komnir allrir meðlimir drengja-
félagsins.
“Eg býst við, að iþeir Dill-feðgar verði nokkuð forviða í
fyrramálið, þegar þeir koma hingað og sjá allar þessar körfur