Sameiningin - 01.09.1921, Blaðsíða 20
276
inni, al-klyfjaðir körfum, skjólum og öSrum ílátum, út i kirsi-
berjagarSinn aftan viö hlöðuna.
“Hvað áttu eiginlega viö, drengur minn?” spuröi faðir
hans.
“Ó, eg veit það ekki vel,” sagði drengurinn hikandi; “þaö
er aö segja, eg get ekki lýst því almennilega, en alt sem Ben seg-
ir, þaö tö'kum við allir gott og gilt. Þaö er eins og hann sé
fæddur leiötogi.”
“Ó, já, eg hefi tekið eftir því, og stundum hefi eg velt því
fyrir mér, — hvort hann leiddi ykkur alt af í rétta átt.” Bería
Dill talaöi orðin eins og hann byggist ekki viö svari.
Berjagarður Dills var fagur á að líta og björgulegur, trén
voru hlaöin blóðrauðum berjaklösum upp í topp. Hann var því
arðvænleg eign og kom í góðar þarfir, því aö Bería Dill lagöi
hart á sig aö komast úr skuldum, sem hann hafði tekið x arf
eftir föður sinn.
“Ef við getum komið þessum berjum frá oklcur eins fljótt
og þeir Gray og Martin báðu um, þá verður tíu ára fargi létt af
herðunum á mér,” sagði Dill ánægjulega um leið og þeir byrjuðu
að tína af neðstu greitiunum.
“Eg ætla að vinna mér til frægðar í dag,” sagöi Pétur, eftir
að hann var búinn að keppast við óvenjuvel í hálfan tíma. “En
það væri óskaplega hart aö segja nei, ef Ben og drengjahópur-
inn kæmi og bæði mig að korna með sér til að fiska. Heyrðu,
Pabbi! — Hvað myndir þú segja, ef eg fleygði frá mér öllu
saman og færi með þeim?”
“Ekki neitt — nema eg gæfi þér annað nafn,” sagði faðir
nans stillilega.
“Annað nafn? Hvað áttu við?” Pétur hætti alt í einu að
tína og stóð grafkyr með handfylli af berjum yfir fötunni.
“Þú veizt hvað Pétur þýðir,” sagði faðir hans og hélt áfram
vinna. “Það þýðir klettur, en ekki fífu-dúnn í vindi.”
Pétri varö hálf-gramt í geði út af einhverju, sem honum
fanst hann heyra í málrómi fööur síns. Einu sinni eöa tvisvar
haföi faðir hans látið í ljós álit sitt á æskulýðnum í Pottersville.
“Það vex upp án þess að leggja nokkuð á sig, unga fólkið hérna
—lætur foreldrana bera allar byrðarnar. Og — það sem verra
er, — eftirlætið er svo mikið, og dekrið og þægindin, að ung-
lingarnir kunna ekki aö verjast áföllum_, þegar þeir þurfa að
sigla sinn eigin sjó. Og þó er þeim lagt alt upp í hendurnar,
svo að segja. Við eldra fólkið höfðum nóg aö þreyta við, en