Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1922, Blaðsíða 1

Sameiningin - 01.09.1922, Blaðsíða 1
;tmcimngin. Mánaðarrit til stuðnings kirlcju og kristindómi ísleadinga. gejið út af hinu ev. lút. kirkjufélagi Isl. í Vestrheimi XXXVII. árg. WINNIPEG, SEPTEMBER, 1922 Nr. 9 Trúarjátningarnar. (Að éfni til erindi flutt á prestastefnu að Gimli, 21. ágúst 1922, af ritstjóra Sameiningarinnar). I. UPPRUNI JÁTNINGANNA. Játningarritin eiga hvert um sig langa sögu. Ekkert þeirra er skyndilega til orhiS, 'heldur eiga þau, all-langa mynd- unarsögu. Allar játningarnar eru að því leyti deilu-rit, að þau eru samin út af ágreiningi innan kirkjunnar um ákveðin atriSi kristilegrar trúar. Þau eru heildar-yfirlit þess, sem í hvert sinn varð ofan á x vitund og skilningi kristinna manna á höfuðatriSum trúarinnar. Undur stuttlega skal nú sagt frá uppruna þeirra játninga, er kirkjah alrnent og lúterska kirkjan sérstaklega «hefir aðhylst. 1. Postullega játningin. Um frarn allar játningar aörar er hin postullega trúar- játning — Apostolicum — sameiginleg játning allrar kristmnn- ar. Þó játningin sé þessu nafni nefnd, má ekki ætla, aö hún sé samin af postulunum, eöa hafi orðið til þegar á tíð postul- anna. Þó hún sé styzt allra játninga, á hún ef til vill einna lengsta sögu. Frumstofn játningarinnar er óefað skirnar-for- múlan í guðspjöllunum. Smám saman bætist svo viö hana einn liðurinn eftir annan, eftir því, sem á þarf að halda gegn kenn- ingum gnóstíka og annara “trúvillinga” í fornkirkjunni, þar til í lok annarar aldar, að myndast hefir “rómverska iátningin gamla”. En fullmynduð er játningin ekki fyr en í lok sjöttu aldar. Bætast á þeirn tírna við nýir liðir út af ágreining; um mikilvæg efni, svo sem ákvæSin um fyrirgefning syndanna, (út af ágreiningi, sem um þaS varS skömmu eftir árið 200, hvort syndír þær yrSu fyrirgefnar, sem drýgöar væri eftir aS maSur

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.