Sameiningin - 01.09.1922, Qupperneq 4
260
fyrir rikisþingiS mikla í Ágsborg, samkvæmt skipun keisaran:,
heildaryfirlit yfir kenningu siðbótarmanna, var Melankton til
þess kjörinn að færa játninguna í letur, og naut hann' við það
vandasama starf góðrar aðstoðar annara lærdómsmanna, svo
sem Jústusar Jónasar og Brueck kanzlara. Sjálfur varð Lúter
þá að sitja í Kóborg, en með uppkast af játninguni hafði ver-
ið sent til hans áður en hún var horin fram. Það var 25.
dag júnímánaðar 1530 að játningin var lögð fyrir ríkisþingið
Ágsborg. Er það hin óbreytta Agsborgarjátning.
II. TILGANGUR JATNINGANNA.
Játningar fornkirkjunnar bera það á engan hátt með sér,
hvernig þær ætlist sjálfar til að á þær sé litið. Þar er ekkert
orð um tilgang þeirra, eða það sæti, er þeim beri að skipa. En
saga þeirra sýnir, að þær voru breytingum háðar og við þær var
aukið eftir kröfum hvers tíma.
Siðbótarmenn sextándu aldar og eftirmenn þeirra haía
eftir sig látið all-ljósan vitnisburð um aðstöðu þeirra við játn-
ingar fornaldarinnar og tilgang sinna eigin játninga.
1 formálanum fyrir Ágsborgarjátningunni taka siðbótar-
mennirnir það skýrt fram, a4ð þeir aðhy’llist trúargrundvöll þann,
sem lagður er í viðurkendri trúfræði fornkirkjunnar. Var þeim
það áhugamál, að alþjóð vissi, að þeir ekki vildu stofna nýjA
kirkju né flytja nýja trú, heldur leiða kirkjuna út úr villi-
myrkri kaþólskunnar, þangað, sem hún í upphafi var. Þó eru
það ekki játningarnar sem játningar, sem þeir verja, heklur
kenningar þær sjálfar, er játningarnar geyma, og þeir hrekja
sömu villur, sem játningarnar fornu mótmæltu. Sýna þeir
fornritum þessum mestu lotningu, en auðséð er, að þeir hafa
ekki álitið það tilgang játninganna, að binda um aldur og æfi
skilning mannanna á öllum atriðum heilagrar ritningar, svo ekk'.
rnætti þar aukin rannsókn eða sjálfstæð hugsun komast að frain-
ar. Einkum er að þessu leyti auðsæ aðstaða I.úters sjálfs, bar
sem hann beinlínis leiðrétti eitt atriði i sjálfri hinni postullegu
trúarjátning. Lúter benti á, að rangt væri að segja “upprisa
holdsins” í þriðju greininni. Það ætti að vera “upprisa likatn-
ans.” Eins og áður hefir sagt verið, voru orðin “upprisa holds-
ins” sett inn í post. játninguna á annari öld út úr deilu við
rationalista þeirrar tíðar um það, hvað um hold mannsins yrði.
í vörninni gegn afneitun upprisunnar leiddust menn út í þæt
öfgar, er orðin bera meö sér, að hiö náttúrlega hold mannsiris