Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1922, Blaðsíða 8

Sameiningin - 01.09.1922, Blaðsíða 8
264 stórmerkir guðfræðingar innan lútersku kirkjunnar, ef haldið væri fast í bókstafinn. Þessi dæmi eru hér tilfærð, ekki til þess aö litilsvirða játningarnar, heldur til aS sanna það, aS þaö er andi, eSa kjarni, þeirra, sem oss ber aS aShyllast, en ekki dauður bók- stafurinn, né aukaatriði. Ef til vill hefir það verið yfirsjón eldri tíma, að byrja á játningunum og samríma síðan guðs orð og trúfræðina við bað, sem játningarnar segja. Sú aðferð er svipuð því, þegar dreng- ur, sem á að reikna dæmi, byrjar á þvi, að fletta. upp iblaðsið- unum aftast í bókinni þar sem prentuð er úrlausn dæmisins, og rita hana á spjald sitt, án þess sjálfur að reikna dæmið. Á þann hátt verður drengurinn aldrei mikill stærðfræðingur. Ekki heldur verður maður mikill trúmaður fyrir það eitt, að eigna sér fyrirhafnarlaust trúfræði annara. Guðs orð er það heilága dæmi, sem oss ber öllum að reikna. Trúarjátningarnar eru dvi- mætur leiðarvísir viö það verk. Gildi trúarjátninganna er í því fatið, að þrátt fyrir fingra- för mannlegs ófullkomleika, 'ber þeim í aöal-atriðum svo dá- samlega saman við Guðs orð. Þó allar Iþær játningar týndust. sem nú eru til, og nýjar yrðu samdar, með Guðs orð fyrir mælisnúru, myndi sannast, að þær hinar nýju játningar væri næsta líkar þeim, er nú gilda, að efni til, þó snið þeirra og orðalag samsvaraði ef til vill betur hugsunarferli nútíðarmannsins. THESES : 1. Trúarjátningar kirkjunnar eru mikilvæg skilríki, sem skoða ber í ljósi sögulegs uppruna þeirra og samtíðar þeirra. 2. Tilgangur játninganna er, samkvæmt eigin framburði þeirra, að vera vitnisburöur höfundanna og þeirra, sem þær að- hyllast, um skilning þeirra manna á kenningum heilagrar ritn- ingar, en ekki lagasetningar, er bindi hugsun og skilning manna —a priori. 3. Gildi játninganna er samræmi þeirra við Guðs orð. Reynist eitthvað í játningunum ósamhljóða heil. ritningu, þá verður það að þoka. Játningarnar gilda quia et quatenus rum sacra scriptura consentiunt.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.