Sameiningin - 01.09.1922, Page 10
266
Winnipeg og lika af búnaöarskóla Manitobafylkis. Hefir svo
fengiö M.A. nafnbót viö háskólann vestra, og mun vera á góS-
um vegi aS innvinna sér doktors nafnbót. Yissi eg ekki af
þessum íslendingi fyr en þangað kom, en út á háskólann fór eg
sérstaklega til aS hitta Sturlu Einarsson,, sem þar er kennari
í stjörnufræSi. Tók 'hann mér frábærlega vel, sýndi mér um
háskólann og tók mig heim til sín. Hann er kvæntur innlendri
konu og eiga þau fjögur ibörn. Er heimili þeirra upp í Berke-
ley hæðunum beint á móti Golden Gate, og má víst fullyrða, aS
enginn íslendingur í Ameríku eigi fegurri heimilisstöSvar.
Sturla Einarsson hefir getiS sér ágætan orSstír í sinni fræSi-
grein. Hann er yfirlætislaus í framkomu, myndarmaSur í sjón
og skemtilegur í viSræSum. Hann er útskrifaSur af háskóla
Minnesota ríkis 1905, og hefir alt af síSan verið viS háskóiann
í California. — Þar viS háskólann veittist mér sú ánægja aS
sjá og heyra Sir Auckland Geddes, brezka sendiherrann í
Washington. TalaSi hann um áhrif mentunar á lýSstjórn.
Hélt hann því fram meSal annars, aS fyrir þaS færi svo oft
í handaskolum meS ráSstafanir þeirra, er stjórna ættu, aS þeir
hefSu sjaldan næga þekkingu á því, er þeir væru aS starfa aS.
Menn væru kosnir til þessa og hins án tillits til þess , mjög
oft, hvort þeir hefSu þekkingu til aS bera á því, er þeir ættu að
starfa að.
Frá San Francisco fór eg til Exeter í San Joaquim dalnum,
og er það hér um bil miSja vegu til Los Angeles. Br' Exeter
austast í dalnum rétt upp viS fjöllin. Þar er heimili þeirra
Sveins Thorwaldsonar og Egils Shield (áSur Skjöld). Er Eg-
ill þar viS matvöruverzlun, en Sveinn hefir aldinarækt á bú-
garSi sínum rétt utan viS bæinn. Hafa þeir Egill og Sveinn
í félagi keypt annan búgarS skamt frá Sveini, og er þar heimili
Egils. HafSi eg hlakkað mikiS til aS heimsækja þetta fólk,
og varS heldur ekki fyrir vonbrigSum. Þeir Sveinn og Stigur
bróSir hans mættu mér á járnbrautarstöSinni, og t þá þrjá daga,
sem eg stóð við, var aSallega hugsaS um aS skemta mér. Ex-
eter er í Tulare County, og ókum viS einn daginn hringferS
um stóran part þess og komum í helztu bæina. í því nágrenni
er aðallega lögS rækt viS appelsínur og rúsínur. ÓræktaS lar.d
kostar þar um 200 dollara ekran, en land meS vatnsveitu og
fullvöxnum ávaxtatrjám, selst þar alt aS 1,000 dali ekran. í
vetur sem leiS kom þar frost og eySilagSi mikiS af ávöxtum.
MeSan eg stóS viS var tíSin hin ákjósanlegasta, en þegar fram
á sumariS kemur munu vera þar allsvæsnir hitar ÞaS er mjög