Sameiningin - 01.09.1922, Qupperneq 13
269
vel mætti fara um mig og að eg gæti notaS tímann sem bezt. —
í IvOs Angeles munu vera 25 eða 30 íslendingar.
Þá er einnig eftir aS minnast ál ferS mina til San Diego.
ÞaS er bæSi ódýrara og betra að feröast í 'California meö auto
stage, en með járnbrautum. -Maður sér landið betur og það fer
betur um mann. Það eru 130 mílur frá Los Angeles til San
Diego. Það kostar $5.75 að fara það fram og til baka á auto
stage. Meðan eg var í San Diego var eg til heimilis hjá Emari
Scheving, er fyrir tveimur árum flutti vestur úr Akrabygð í
Norður Dakota. Eg vissi hvers eg ætti að vænta af honum og
hans fólki, og dagana sem eg dvaldí þar, var mér sýnd tiorgin
og umhverfið mjög rækilega. Schevings fólkið á mjög snoturt
heimili utarlega í San Diego. Unir það sér þar hið bezta. í
San Diego 0,g National City, sem er örfáar mílur suður af borg-
inni, munu vera búsettir um 70 íslendingar. Flutti eg guðsþjón-
ustu og skírði fjögur börn í National City, eftir beiðni Islend-
inga þar og i San Diego. Er það að líkindum fyrsta islenzka
guðsþjónustan, sem flutt hefir verið í California. Sóttu guðs-
þjónustuna 45 manns. Var hún höfð á heimili Jóns Laxdats,
er flutti vestur frá Mozart, Sask. Þar þekti eg einnig Snorra
Kristjánsson, og Óla Helgason, tengdason Snorra, og fólk
þeirra. Sömuleiðis Garfield Sannes og fjölskyldu hans frá
Mouse River, og Sumarliða Kristjánsson og konu hnas, er
voru í Garðar-bygð endur fyrir löngu. Einnig Jósef Arn-
grímsson úr Lincoln Co. í Minnesota. Sumt af þessu fólki
hefir landbletti, en flest af mönnum vinnur hjá öðrum. Veð-
ursæld mikil er á þessum stöðvum, svo varla mun nokkurs
staðar i California viðra betur. Aldrei heitt og aldrei kalt.
í San Diego kyntist eg nokkrum íslendingum, er eg áður
ekki þekti. Þar er Bjarnason nokkur, er fæst við fasteigna-
sölu og farnast vel. Skírnamafn hans man eg ekki. Annar
Bjarnason hefir húsgagnaverzlun og hefir komið sér vel fyrir.
Þar kyntist eg einnig íslenzkri konu, Mrs. -Currie, sem er gift
innlendum manni. Var það fólk áður í Winnipeg. Er hún frá-
bær myndarkona og ágætur íslendingur. Eiga þau hjón bú-
garð nálægt National City, og vinna hjá þeim ýmsir íslending-
ar. En heimili þeirra, sem er hið myndarlegasta, er í San
Diego.
Allir, sem til San Diego koma, ættu aö fara út á Coronado
eyju og út á Pt. Loma. Á Coronado eyjunni er gistihúsið
fræga, sem .nær yfir þrjár ekrur, og úti á Pt. Loma er útsýni
fagurt yfir borgina. Þar eru herstöðvar—Fort Rosenkranz—
L