Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1922, Blaðsíða 14

Sameiningin - 01.09.1922, Blaðsíða 14
270 og þar er höfuðból guðspekinga í öllum heimi—International Headquarters. H;efir ekki verið neitt til sparaS aS gera þaö höfuSból sem veglegast. Fyrir 22 árum síöan var þar gróöur- laus eyöimörk, en nú er þar hinn fegursti listigarður og aldin- garður. Það eru fullþroskaðir ávextir á trjánum í þeim aldin- garði í hverjum mánuði ársins. Öllu er niður raðað af frábærri smekkvísi og list. Svo er einkennilega fögrum byggingum kom- ið fyrir innan um þessa náttúrudýrð. Þarna er skóli guðspek- inga og ýmislegt annað, er tilheyrir starfi þeirra. Sú rækt, sem þarna er lögð við sanna fegurð, er aðdáanleg. Ekki sízt mun lifa í minni mínu 'hið gríska leiksvið fGreek Tiheatreý undir berum himni, sem komið er fyrir í gjá einni er liggur ofan að Kyrrahafinu. Er þetta leiksvið guðspekinga það fyrsta af þeirri tegund í Ameríku. Það er töfrandi fegurð að horfa úr áhorfenda bekkjunum yfir leiksviðið og ofan gljúfrið, ekki sízt þegar sólin er komin að þvi ganga undir. Þá má líka nefna hina svo kölluðu “friðar höll” (Peace Palace). Kona, sem ekkert hafði numið i byggingarlist, sagði fyrir um hvernig sú bygging skyldi vera. Og ekki verður annað sagt, en að henni hafi vel tekist. Fegurra samræmi í litum hefi eg ekki annars- staðar séð, Það var miklu áhrifameiri prédikun fyrir mig það sem eg sá þarna, en þegar eg fór seinna að lesa rit, sem eg keypti og mér voru gefin af leiðsögumanninum, sem sýndi mér alt þetta. Sannast að segja dauðleiddust mér ritin. Balbóa Park er stór listigarður í San Diego, þar sem sýn- ingin mikla var haldin. Standa enn þá byggingarnar, og er þar mikið af söfnum, sem eru leifar frá sýningunni. Er þar margt að sjá, en þarf meiri tíma til að njóta þess, en eg hafði ráð á. Þar er í einni byggingunni kapella, sem nákvæmlega sýnir, hvernig trúboðskirkjunum fMissions), sem enn þá standa í California, er háttað hið innra. Sá eg eina af þeim trúboðs- stöðvum, þá er kend er við San Juan el Capistrano. Það fór svo vel um mig hjá Schevings fólkinu, og það lagði sig svo fram að gera alt mér til ánægju og skemtunar, að eg hefði gjarnan viljað vera þar lengur en þá þrjá daga, sem tíminn leyfði, til þess að eg gæti komist heim fyrir páska. En fyrir páska varð eg að komast heim. Og Stígur beið mín í Tx>s Angeles. Þaðan fórum við svo af stað heim með Union Pacific brautinni til Salt L-ake City, með Denver og Rio Grande brautinni þaðan til Denver, og svo með Union Pacific brautinni áfram til Omaha. Ferðin gekk ágætlega. Við stönzuðum fjóra tíma í Salt Lake City 0g notuðum þá vel. Kirkjuþing

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.