Sameiningin - 01.09.1922, Blaðsíða 16
272
Kirkjusaga Jóns biskups Helgasonar.
Dr. theol. Jón Hclgason: Islands kirke fra Reformati-
onen til vorc Dage. En historisk Fremstilling. Kaupmanna-
höfn, 1922.
‘ Þaö er álitleg bók þessi nýja kirkjusaga íslands, gefin út
á dönsku á þessu ári, eftir ibiskup íslands, sem nú er. Bókin
er 252 bls. aö stærS í 8 blaSa broti, prýdd 53 ágætum myndum,
og er pappír og prentun í vandaöasta lagi. Auk þess er upp-
dráttur íslands í bókinni og er þess sérstaklega gætt, aö staSa-
nöfn er koma fyrir í sögunni, séu merkt á uppdrættinum.
Bókin er samin eftir beiöni frá “Dansk-Islandsk Kirkesag,”
og á kostnaö þess félagsskapar gefin út. Thordur Tomasson,
prestur í Horsens, er formaöur þess sambands, og befir hann
annast útgáfuna. Frá honum eru nokkur formálaorS, auk
formála höfundarins. í mánaSarriti því, er hann og Ingi-
björg Ólafsson eru ritstjórar aS, segir |Thordur prestur ítar-
lega frá bókinni, og farast honum orS meSal annars á þessa leiS:
“Vér vonum aS hún megi vekja gleöi og ánægju hjá þeim, sem
hún nær til, og styöa aS því, aS vekja og styrkja áhuga fyrir
og kærleika til íslands, 'bæöi fólks þess og kirkju, innan hinn-
ar dönsku kirkju.” AugnamiSiS er fagurt, og bókin vel til
þess fallin aS því veröi náS.
Ekki einungis er þessi bók fyrsta rit um þetta efni á dönsku,
heldur lika fyrsta kirkjusaga íslands á nokkru máli miSuÖ viö
alþýöu hæfi. Er þaö því von útgefendanna, aS hún fái tals-
veröa útbreiSslu um öll NorSurlönd. Væri óskandi aS bókin
væri til einnig á íslenzku, og mundi hún þá kærkominn gestur
mörgum íslendingum hér vestra, sem ekki geta notiS hennar
á dönsku.
Bókin gerir ekki kröfu til annars en aS vera alþýSurit, og
sleppir því tilvitnunum í heimildir, nema aö þvi leyti, aö heim-
ildarskrá er i lok bókarinnar á undan mjög ítarlegri nafna- og
efnisskrá, sem samin er af séra Thordi. Bætir hann þar viö
miklum fróöleik um menn og málefni, og gefur skýringar.
sem nauösynlegar eru útlendingum. En sem alþýöurit hefir
saga þessi þann mikla kost, aö hún er skemtilega rituS og góS
aflestrar, þó víSa veröi fljótt yfir efni aö fara, eins og nærri
má geta. Einnig fer hún þannig meö efni aS hún vekur löng-
un hjá lesaranum til aö afla sér frekari þekkingar á þvi, sem
frá er skýrt, og er þaö einhver bezti kosturirm á alþýSuriti.