Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.09.1922, Qupperneq 22

Sameiningin - 01.09.1922, Qupperneq 22
278 iS litla þökk fyrir, hvorki frá fslendingum né öSrum. John Taylor var trúmaSur, og setti traust sitt til guSs. ÞaS mátti svo heita, aS hann stigi hvert spor í trausti til guSs, og hann baS nótt og dag fyrir íslendingum og velferS þeirra.1 Hann trúSi því statt og stöSugt, aS ‘'nema Drottinn byggi húsiS, þá erfiSa smiSirnir til einkis”. Vér sem nú lifum, sjáum, aS smiöirnir hafa ekki erfiSaS til einkis. Drottinn hefir veriS meS í verkinu, og hönd forsjónarinnar breiðir vernd sína yfir bústaSi lifenda og grafir dáinna. MeS aSstoö Drottins hafa brautrySjendur þessir reist sér varanlegan minnisvarSa. Árleg minningargjöf. Nú aftur hefir ÞórSur Sigmundsson í GarSarbygS í NorS- ur Dakota minst konu sinnar látinnar, Ástu Sigmundsson á afmælisdegi hennar i. ágúst, 1922, meS gjöf til einnar stofnun- ar kirkjufélagsins, Betel. Á hverju ári síðan kona hans lé'.t hefir hann á afmælisdegi hennar gefiS til stofnana kirkjufé- lagsins álitlegar upphæöir til aS heiSra minningu hennar. Er þetta fagur siSur og til eftirbreytni fyrir aöra. Gjöfinni fylgja meSal annars þessi ummæli frá gefandanum í bréfi til séra Kristins Ólafsonar: “Þegar náS GuSs hefir þerraS öll tárin og skírt og fágaS hina hjálparþurfandi mannssál í táradögg hans endurskapandi kærleika, og látiS hana bergja á svalalindum eilífs unaðar, jafn- vel hér í hinum þröngu dalverpum hins , skilningssljófa mann- lífs, þá fer hana aS langa til þess hvaS helzt, aS inna af hendi eitthvaS í þjónustu Drottins, sem samsvarar aö einhverju leyti kröfu hinnar guðlegu náSar. Þess vegna datt mér í hug, kæri vin, aS nema staSar ofurlitla stund og minnast kærleika skapara ntíns mér auSsýndan, meS því aS gefa mér þann ást- vin um stund hér í tímanum, sem kunni svo vel aS láta hiS góSa í mínum innra manni vaxa, en ekki minka. Já, kæri vin, eg ætlá aö minnast Ástu sál. Sigmundsson á afmælisdegi hennar 1. ágúst 1922, og finn eg í því sælurika nautn og háleitan unaS — meS því að senda þér 25 dollara, sem eg ætlast til aS sé gjöf til gamalmennahælisins Betel aö Gimli. Þessari minningargjöf fylgja frá mér einlægar heillaóskir til lilutaSeigandi stofnunar og fögnuSur, sem ekki verður frá mér tekinn, þvi hann á rót sina aS rekja til frækorna GuSs ríkis 1

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.