Sameiningin - 01.09.1922, Síða 28
284
skuluö þér fyllast andanum,” skrifar Páll Efesusmönnum. Víniö
kemur mönnum til að gleyma vandkvæöum sínum um stynd, \eitir
þeim svika-gleði, hugar-hræring, uppörvun, sem er ósönn og spill-
andi. Andi Drottins veitir sigur yfir sorgunum, holla uppörvin og
hreina, saklausa gleði. Ef lif okkar er dapurlegt, þá skulum við
leita til Guðs, tilbiðja hann og þjóna honum af meiri alvöru. Eng-
inn tómleikur er í lífi þess manns, sem framgengur í anda Drottins.
Til hliðsjónar: Lúk. 1,65-80; Mal. 3, 1-5; 1. Kor. 12. 4-11;
Róm. 12, 3-8. — Sálmar: 75; 241; 31; 129.
3. LEXIA : Boðun Maríu—Lúk. 1, 26—38.
MINNIST.: hú skalt kalla nafn hans Jesús, því hann mun
frelsa lýð sinn frá syndmn þeirra.—Matt. 1, 21.
1. María, móðir Jesú, átti heima í Nazaret, friðsælu sveita-
þorpi norður í Galíleu. Hún var föstnuð manni, sem Jósef hét, tré-
smið þar í þorpinu. Bæði voru þau, að þvíj er virðist, af ætt
Davíðs, en konungstignin var horfin frá þeim ættbálki fyrir löngu.
Frelsarinn fæddist því og ólst upp meðal almúgans, i fátækt os
lítilmótleik, til þess að engin jarðnesk vegsemd skyldi skyggja á
guðsdómsdýrðina, sem yfir honum hvílir, og jafnframt til að svna,
að Guð fer ekki að mannvirðingum. “Mennirnir líta á útlitið, en
Drottinn lítur á hjartað.”
2. María “nattt náðar Guðs.” Þó veitti Drottinn henni hvorki
upphefð, auð, né jarðneska gleði. Hún var kosin til heilags hlut-
verks—að vera móðir frelsarans, til hjálpræðis og blessunar öllum
heimi. En sjálf varð hún að þola djúpa sorg og sársauka, einmitt
af því að hún naut þessarar sérstöku náðar. Þó hefði hún sjálf->
sagt ekki viljað selja þetta hlutskifti sitt—eða soninn sinn fyrir öl
auðæfi heimsins. Það hefir í för með sér sársauka margvislegan,
og sjálfsafneitun, að vera kristinn maður. En ef við erum kristnir,
þá njótum við náðar Guðs, og hún fyllir hjartað gleði og himn-
eskum friði.
3. Nafnið Jesús, sem frelsaranum var gefið, er gamla he-
breska nafnið Jósúa í grískri mynd. Það þýðir “Guð frelsar.” Guð
sjálfur valdi honum þetta heiti. Hann er kominn í heiminn til þess
að veita okkur hjálpræði Drottins, frelsa okkur frá synd og dauða.
Við eigum ætíð að minnast þessa, þegar við nefnum nafn Jesú
Krists.
4. Ríki Jesú líður aldrei undir lok, af því að það er ríki Guðs.
Keisaraveldi hafa risið og fallið, síðan Kristur kom, en rikið lians
stendur og dafnar þann dag í dag; heimurinn mun fyrirfarast, en
það mun vara að eilífu. Ef við erttm þegnar í þvt ríki, þá er okkur
óhætt uni aldur og æfi.
5. “Heilagur andi mun koma yfir þig og kraftur hins hæsta
mun yfirskyggja þig,” sagði engillinn. Með þeim hætti kom frels-