Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1922, Blaðsíða 4

Sameiningin - 01.10.1922, Blaðsíða 4
292 kvæmt spádómsbókum Gyöinga, að senda í heiminn, og sagt var um að mundi ríkja um allar aldir. í ii. kapítula Matteusar guðspjalls, 27. versi, segir Jesús: “Alt er mér falið af föður mínum, og enginn gjörþekkir soninn nema faðirinn, og eigi heldur gjörþekkir nokkur föðurinn nema sonurinn, og sá, er sonurinn vill opinbera hann” Sjá líka Lúk- as 10, 22. Og í Jóhannesar guðspjalli, 10. kapítula, 30. versi, segir hann: “Eg og faðirinn erum eitt”. Og enn segir hann (Jóh. 14, 6) : “Eg er vegurinn, og sannleikurinn og lífið; enginn kernur til föðursins, nema fyrir mig.” Þegar Jesús hefir sagt þetta, bætir hann við: “Ef eg gjöri ekki verk föður míns, þá trúið mér ekki. En ef eg gjöri þau, þá trúið verkunum, þótt þér ekki trúið mér, til þess að þér vitið og komist að raun um, að faðirinn er í mér og eg í föðurnum.” fjóh. 10, 37-38J. Þessar tilvitnanir hefi eg tekið sem dæmi þess, hvað Jesús segir um sjálfan sig. Og þegar eg hugsa um þessi orð hans (og öll önnurj, finst mér það meiri ábyrgð en eg vil taka á mig, að vefengja þau eða hártoga. Og þegar eg lít á verk Jesú, sem hann vitnar til sem sönnunar fyrir einingu sinni við föðurinn, þá get eg ekki annað en viðurkent þessa játningu Péturs: “Þú ert Kristur, sonur hins lifanda Guðs.” Þannig leiðir rökfræðin mig til þess að játa Krist, ekki aðeins Mannsins son, heldur Guðs son. Ef eg á að byggja skoðun mína á persónunni á þeim heimildum, sem íyrir hendi eru, finst mér niðurstaðan hljóti að verða þessi; og eg get ekl«;i viðurkent, að rétt sé að byggja skoðun sína á henni á neinu öðru en sögulegu heimildunum. En þó að dómur rökfræðinnar sé ákveðinn um persónu Jesú, þá er dómur tilfinninganna enn þá ákveðnari. Jesús hefir slík áhrif á tilfinningar manna, að hann dregur menn að sér með ómótstæðilegu afli, og það er vissulega persóna hans, en engin guðfræði, sem skapar hina lifandi trú. Guðfræðin hefir skapast utan um persónu Jesú, eftir að hún (persónan) hafði gagntekið tilfinninguna og fullnægt þrá mannsins. Það er hin siðferðilega fegurð, hin guðlega göfgi, hinn yfirnáttúr- legi máttur, og hinn dularfulli dýrðarljómi. sem hefir áhrif á hvern þann, sem kynnist persónunni. Persónan fullnægir þeirri þrá og þörf, sem við finnum til inst í sál okkar, og þess vegna höllum við okkur að henni og trúum á hana. Undir eins og við förum að taka eftir nokkru, verðum við þess varir, að allskonar ósamræmi á sér stað í heiminum, ýmis- legt sem særir tilfinningar okkar, og þeir munu vera sár-fáir,

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.