Sameiningin - 01.10.1922, Qupperneq 7
295
hægur, sem kynst hafa Jesú, því aö i dauðanum ganga þeir inn
til æðra lífs, þar sem Jesús er konungur.
Þannig fylgir Jesús okkur í lífi og dauöa. Hann er okkur
fyrst ímynd hins fegursta og bezta, sem til er, hann er okkur
huggun í allri ney5 og sorg, og loks gerir hann okkur sjálfa
gröfina aö hliöi himinsins, þar sem gleöin fullkömna híöur okk-
ar fyrir innan.
Til þess aö gera okkur fulla grein fyrir því, aö þetta sé
satt, að alla mestu fegurð lífsins, alla varanlega gleði, og alla
sanna huggun í erfiSleikum og sorgum, eigum við Jesú að þakka,
þá þurfum við ekki annað en að hugsa okkur, að Jesús hefði
aldrei komið í þennan heim, og kenningin, sem hann flutti,
aldrei orðið kunn. Ef við fleygjum Jesú, og öllu, sem við hánn
er bundið, iburt úr hjarta okkar, hvað væri þá eftir af þvi, sem
við gætum huggað okkur við, og hallað okkur að meb fullu
trausti ? Ef við íhugum þetta, þá munum 'við vissulega komast
að raun um, að alt fegursta og bezta í huga okkar og tilfinn-
ingu er komið frá Jesú, og við eigum það engum nema Jesú að
þakka, að við getum fundið sanna gleði i lifinu og varanlega
huggun í mótlætinu, og að það er enginn nema Jesús, sem getur
sætt okkur við dauöann og komið okkur til að horfa meö von
og þrá út yfir grafardjúpiö.
Eg er þeirrar skoðunar, að þótt öll guðfræði væri gleymd
og grafin, ef viö að eins þektum guðspjölliri, þá væri samt
kristninni engin hætta búin. Hún hlyti að þróast í hjörtum
mannanna og útbreiðast um heiminn. Framtíöar-kynslóSirnar
mundu komast að hinum sömu aðal -atriðum um persónu Jesú
sem forfeður okkar komust að. Jesús yrði þeim, eins og for-
feðrunum, guð-maður, og huggari sálnanna, og hin eilífa kær-
leiksfórn. Hann yrði þeim hinn sterki bróöir veikra manna,
boöberi fyrirgefningarinnar, sigurvegari dauðans, og dómari
mannanna við endalok veraldar. Slíkur er, og verður, máttur
persónu Jesú Krists.
' Hin svokallaða skynsemi er sífelt að malda í móinn gegn
allri trú. En engum getur tekist að koma að nokkrum efa um
það, hjá þeim, sem næga þekkingu hafa, að Jesús Kristur er
“mestur í heimi’’. Aldrei hefir nokkur maður kent eins og
hann; aldrei hefir nokkur maöur lifað, sem ekki sé hægt að
sanna, að framið hafi margskonar syndir, nema Jesús. Aldrei
hefir nokkur maður haft eins djúp og varanleg áhrif á tilfinn-
ingar mannanna eins og Jesús. Menn mótmæla guðdómi Jesú
1 orði, með tilbúnum, imynduðum rökum, en hjörtu allra