Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1922, Síða 11

Sameiningin - 01.10.1922, Síða 11
) 299 er raunar lítið nýtt. Nokkurn veginn það sama er prófessor- inn búinn að segja mörgum sinnum: telja upp menn og dæmi, er sanni, að skeyti sé komin handan aö, og lýsa þvi, hver fengur það sé kirkjutrúnni. Fyrirlesarinn tekur það ákveðið fram, að félagið sé ekkí trúarfélag. Hví er það þá haft með á trúmálastefnu? Annars er það vel farið, að sjálfir meistarar spiritismans taka af öll tví-- mæli um það, að spiritisminn eigi ekkert skylt við trú, heldur sé einungis þekkingar-atriði, eða rannsókna-tilraun um áfram- hald lífsins. Sem vísindalegar rannsóknir eiga tilraunirnar rétt á sér, sé þær i höndum þeirra manna, sem því eru vaxnir að fást við það erfiða viðfangsefni á vísindalegan hátt. Mikilsvert er og að fá þessa skýru yfirlýsingu frá próf. H. N. (bls. yg): “Eg hefi hina mestu ótrú á, að allur almenningur eða ófræddir menn fari að fást við slíkar rannsóknir, auk þess sem eg hygg, að þær sé engan veginn hættulausar, ef ógætilega er farið.” Af erindi þessu fær maður það að vita, að fyrir tvær or- sakir var höf. einkennilega meðtækilegur fyrir boðskap Spírit- ista, þegar hann kyntist honum, og fer maður nú /betur að skilja það, að hinn mæti maður tók við spíritismanum tveim höndum. Hann skýrir sjálfur frá þvi, að á námsárum sínum í Kaúp- mannahöfn hafi ekki kenningar kirkjunnar fullnægt sér, hann hafi oft komið óánægður heim úr kirkju og honum hafi fundist alla trygging vanta fyrir þvi, að kenningarnar kæmu heim við raunveruleik tilverunnar. Með öðrum orðum: Hann hefir komið í kennimannsstöðuna vantrúaður á kenninguna, sem hann átti að flytja. Hefir því að sjálfsögðu verið efasjúkur og óró- legur með sjálfum sér. Hín orsökin stafar af starfi því, sem hann hlaut við þýðing gamla testamentisins. í stað þess að styrkjast i trúnni við það verk, urðu hin nánu kynni hans af G. t. til þess að hrinda honum enn lengra frá kenningum kirkj- unnar. í þessu ástandi er hann, þegar spíritisminn finnur hann. Og í ljósi spiritismans fær hann loks fullnægjandi skilning á ritningunni og kenningum kristninnar. Og þá er ekki að undra, þótt frá hans sjónarmiði skifti það miklu máli, að kirkjan taki }>etta þarfa l>ing í sína þjónustu. Próf. H. N. tekur biskup Islands til bæna fyrir ummæli biskups um spiritismann í erlendu blaði. Eru ummælin, sam- kvæmt þýðingu fyrirlesarans á þessa leið: “Frá þeirri stundu, er eg las um þetta ógeðslega fyr- irbrigði vorra tima, hefi eg verið mjög eindreginn mót- stöðumaður spiritismans og allrar þeirrar áhæfu, sem fylg-

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.