Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.10.1922, Side 16

Sameiningin - 01.10.1922, Side 16
304 kristninni hefir niistekist aö tileinka sér bjartsýni kristindónis- ins. Það er tollað í þeirri tízku, að setja rit nýja testamentisins hvert upp á móti öðru og bendir á það, að Opinberun Jóhannesar endurspegli þá sannfæringu, að spilling, vantrú og guðleysi á háu stigi mundi verða undanfari komu Krists. Þetta á að sýna, að þar sé skortur á bjartsýni kristindómsins. En gengið er fram hjá ummælum Páls og ummælum frelsarans, er virðast miða i sömu átt. Mun ekki nær sanni að átta sig á því, að bjart- sýni kristindómsins dregur enga fjöður yfir þann sannleika, að til er spilt manneðli, vonzka og guðleysi, og þar sem vilji Guðs er fótum troðinn og áhrif hans einkisvirt, þroskasti þetta og magnast i heiminum, eins og raun ber vitni. En að trúa því, að alt mannkynið sé á framfaraleið, án tillits til þess, hvort menn- irnir aðhyllast Guðs vilja eða ekki, er að láta stjórnast af því, sem maður telur sér trú um, en að loka augunum fyrir veruleik- anum. — Einnig er það talið einkenni þess vonleysis, sem skortur á bjartsýni kristindómsins í för með sér, að álíta. að Guð leyfi margt, þó gagnstætt sé hans vilja. Einkennilega þarf að lesa orð frelsarans og nýja testamentis höfundanna, ef þar á ekki að finna þessa skoðun. T. d. þegar frelsarinn talar með myndugleik heilagrar vandlætingasemi gegn ýmsu, felst ekki í því sá skoöun, að þetta hafi Guð levft eða liðið, þó gagnstætt sé hans vilja? Og óskiljanlegt er mér, hvernig kristinn maður gerir sér aðra grein fyrir öllu því illa, sem til er í heiminum. — En þrátt fvrir margt, sem á milli her, er sjálfsagt að gleðjast yfir þeim votti, er hér birtist, um ])örf íslenzkrar kristni á því, er hrindi áfram gleðiríku starfi. 5. Pálsbrcfin. Eftir Magnús Jónsson dócent. Höf. tek- ur fram tilgang sinn með þessum orðum: “Það, sem mig lang- ar til, er það, að stuðla að því, að menn læsu Pálsbréfin meira en þeir nú virðast gera.’’ — Er þetta enn einn vottur um, að * praktisk augnamið vaka fyrir prestafélagsritinu. Er þessi rit- gerð aðgengilegri, en margt annað um guöfræðileg efni, eftir sama höfund. 6. Aldarafmœli danska trúboösfélagsins. Eftir séra Fr. Friðriksson. Var hann dulltrúi hinnar íslenzku kirkjju á Hundrað ára fagnaðarhátíð hins danska trúboðsfélags. Segir liér í stuttu máli frá hátíðarhaldinu og félaginu. Vonandi er þetta fyrirboði ]x‘ss, að margt gott fleira og nytsamt um trú- boðsmálið komi í Prestafélagsritinu í framtíðinni. Þvi hefir sorglega lítill gaumur veriö gefinn af islenzkri kristni.

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.