Sameiningin - 01.10.1922, Qupperneq 9
297
Jochumsson, trúboöi; Sigurb. Á. Gíslason, cand. theol.; Sig. P.
Sívertsen, prófessor; Ólafía Jóhannsdóttir, fröken; ASalbjörg
Sigurðardóttir, frú; ÞórSur Sveinsson, læknir; H'ar. Níelsson,
prófessor; Bjarni Jónsson, dómkirkjuprestur; Kristinn Daní-
elsson, prestur; Árni Jóhannsson, bankaritari; FriSr. Friöriks-
son, prestur; Páll V. G. Kolka, læknir; og Sigurður Stefáns-
son, prestur, Vigur. Biskupinum hafði sérstaklega veriö boðin
þáttaka, en hann sinti ekki því boði að ööru leyti en því, aö vera
viöstaddur fyrsta fyrirlesturinn. Fyrir það er hann áfeldur af
sumum, en af öSrum afsakaður.
Af fyrirlestrunum fimm, viröist oss fyrsti fyrirlesturínn
veigamestur. Prófessor Sig. P. Sívertsen gerir þar á stillilegan
og skilmerkilegan hátt grein fyrir aðal-atriSum í trúfræöa-stefn-
um nútímans. Munu þaS sumir nefna “nýja guSfræSi”, en
íhaldssöm er sú ný-guðfræSi, sem prófessorinn þar lýsir, og
naumast verður hann sakaður um, aS halla réttu rnáli í umsögn
hans um þær stefnur, sem guSfræSin hef-ir tekiS í núlegri tíö.
í erindi þessu er greinilega svaraö spurningum þessum þremur:
1. Hver eru aöaleinkenni nútimaguðfræöinnar ?
2. Hver er árangur af rannsóknum nútímaguðfræSinnar
fyrir trúfræðina?
3. Hvert stefnir nútímatrúfræSin ?
Annar fyrirlesturinn er eftir vin vorn séra FriSrik Friö-
riksson. um K.F.U.M. í stuttu máli segir hann sögu þess á-
gæta félags. MarkmiSi félagsins lýsir hann á þessa leið: “Mark-
miðiS er Jesús Kristur. Hann er grundvöllurinn, sem félagiS
hvílir á. Hann er þungamiðjan í öllu starfi, sem alt er miöaS
við.” Dregur hann síðan glögglega aðallínur kenningarinnar í
K.F.U.M. Er ])aö hinn gamli og góði rétttrúriaður og hi(n ev-
angeliska trúfræði lúterskrar kirkju. — Áður hefir maöur veitt
því eftirtekt, og sér þaS enn ibetur nú, að K.F.U.M. á íslandi.
undir hinni góðu stjórn séra Fr. Fr., bindur sig á miklu ákveðn-
ari hátt við kristilega trú, en Y.M.C.A. hér i Ameríku. Svo
mun og vera víðast á NorSurlöndum. Hiér í Ameríku er félag-
iS aðallega kristilegur félagsskapur til eflingar siðgæði, menn-
ingu og íþróttum og til notalegrar heimavistar fyrir faranda og
komandá félagsmenn.
Þriöji fyrirlesturinn ;er um Stcfnuskrá Guðspckifélagsins
og er eftir séra Jakob Kristinnsson. Lýsir höf. ])ví akveöiS og
réttilega yfir, aS GuðspekifélagiS sé alls ekki trúfélag, og kenn-
ingar þess eigi ekkert skylt við trúmál. Hvers vegna er þá