Sameiningin - 01.10.1922, Side 26
314
sveitir, hópar pílagríma, og allskonar ferSamenn aðrir áttu því sí-
felt leiö um æskustöövar frelsarans. Jesús haföi því kynni af
margskonar lýð í uppvextinum. Hann elskaði alla menn; kendi, að
Guð væri faðir allra þjóða; kvaðst vera kominn til að frelsa, ekki
Gyðingaþjóðina eina, heldur alt mannkynið; ávítaði Gyðinga h'vað
eftir annað fyrir þjóðardramb þeirra og þröngsýni. Þetta eigúm
við líka að læra af frelsaranum, að kynnast mannlífiinu í kring um
okkur, læra að elska náungann og meta það, sem gott er í fari
annara manna.
Undir áhrifum þessum tók barnssál frelsarans heilögum þroska
mannlegum, en guðseðlið kom betur og betur i ljós, eftir því sem
hann óx og styrktist.
Hvers konar barn hann var, sjáum við af sögu lexíunnar. Þeg-
ar hann hefir lokið uppfræðslunni, sem áður var getið um, er honum
leyft með foreldrum sínum til Jerúsalem. Helgidómurinn heillar huga
hans; hann verður frá sér nuntinn þar í musteriinu, í viðræðunum
við lærifeðurna. Hugurinn var allur hjá Guði. Og honum þykir
undarlegt, að móðir sín skyldi ekki leita fyrst að sér þar, í helgi-
dómi Drottins. Hann hafði þá þegar með fullri vituind gjört sér
grein fyrir aðal markmiði lífsins—“að vera i þeim hlutum, sem
míns föður eru.” Þó gleymir hann ekki skyldum sínum við for-
eldrana, heldur fór heim með þeim “og var þeim hlýðinn.” Þetta
tVent verður æskan ávalt að temja sér: að lifa í Guði og elska og
heiðra foreldrana.
Frelsarinn er því, eins og áður var sagt, fyrirmynd okkar í
krístilegum þroska. Við eigum öll að þroskast eins og hann, “að
vizku og vexti og náð hjá Guði og mönnum.” Eða, eftir orðutn
nútíðarinnar: Þroskinn á að vera fernskonar, vitsmunalegur, lík-
amlegur, trúarlegur og félagslegur. í öllum þessum greinum get-
um við vaxið, með Guðs hjálp, ef við leggjum stund á að lifa í því,
sem gott er og hreint og fagurt eins og frelsarinn.
Til hliðsjónar: Sálm. 1; 19; Orðskv. 4; Jes. 11, 1. 2; 1. Sam.
3; Ef. 6, 1-3; Fil. 4, 8, 9; 2. Tím. 1. 5. — Sálmar: 122; 123;, 314;
v
»
6. LEXÍA: Jóhannes skírari og kenning hans—Lúk. 3, 7-17.
MINNIST.: Gjörið iðrun, því að himnaríki er nálcegt—
Matt. 3, 2.
I sambandi við lexíuna ætti aö lesa Matt. 3, 4-7; Lúk. 3 (allan
kapítulannj og Jóh. 1, 19-28.
Jóhannes var af Guði kjörinn til að búa þjóðina undir komu
Krists. Á verki þessu byrjaði hann árið 26 eða þar um bil, þrí-
tugur að aldri. Tók hann þá að précfika úti í óbygðum Júdeu, ná-
lægt ánni Jórdan, norðan og vestan við Dauðahafið. Kenning hans
var ströng; hann átaldi lýðinn harðlega fyrir andvaraleysið og
sjálfsþóttann; og þó þusti mannfjöldinn að honum hvaðalnæfa, bæði
háir og lágir, út i óbygðina, til að hlusta á hann; en fjölda margir
létu skírast af honum, til merkis um iðrun sína ('Matt. 3. 5. 6J. Á