Sameiningin - 01.10.1922, Qupperneq 13
301
síöari til varnar. Og séra Jakob Kristinnsson hrakti frökenina
inn í skjaldborg meö fyrirspurnum um kjör heiSingjanna ann-
ars heims.
Nokkrar hnippingar uröu milli cand. theol. S. Á. Gíslason-
ar og séra Jak. Kristinnssonar út af guöspeki og trúarhroka, og
milli Árna Jóhannssonar og próf. H. N. út af lagagildi játn-
inganna.
Páll V. G. Kolka, læknir, flutti efnisþrungna ræöu, skír-
skotaöi til náttúruvísinda, og meö sérstakri hliösjón af evolution-
kenningunni vildi hann álykta aö einungis fáir væru vaxnir því,
aö meötaka eilíft líf, en fjöldinn muni deyja út. Minti Har-
aldur prófessor læknirinn á, aö þetta myndi naumast samrímast
skoðun kennifööur hans, séra Fr. Friðrikssonar. Niöurlagsorö
Kolka læknis eru á þessa leið;
“Sá maður, sem gæddur er vísindalegu viti, lætur sér ekki
nægja neinn hundavaðshátt, síst til lengdar. Hann vill komast
aö fastri niðurstöðu í trúmálum sem öðru, en finnur brátt, aö
sannleikann í trúarefnum er ekki hægt að finna með venjuleg-
um vísindalegum rannsóknar-aöferöum. 'Eg sé ekki nema
tvær leiðir fyrir slíkan mann. Annaö er að vera ‘agnostiker’
eöa eiviti, þ.e.a.s. varpa frá sér allri umhugsun um trúmál sem
þýðingarlausri, eða þá aö taka gilda guðdómlega opinberun.
En nú er þaö margföld margra alda reynsla, að þeir menn, sem
hafa trúað guðdómlegri opinberun kristindómsins og lifaö sam-
kvæmt þeirri trú, — en meöal þeirra eru margar stærstu and-
arnir í heimi visindanna, — þeir hafa fundiö sál sinni þann frið.
sem hefir, sannað þeim, aö þeir væru í samræmi við náttúruna
og tilgang hennar með þá, eða í samræmi við umhverfið, eins
og vísindin oröa það. Og það er í rauninni vísindaleg sönnun
fyrir gildi kristindómsins.”
^ Yfirleitt hvílir yfir umræðunum alvöruþungi og þær ‘bera
vott um sannleiksást og mikla trúarþrá. Og vel fór á því, aö
síðustu orð í umræöunum voru þessi gullfögru orð séra Bjarna
Jónssonar: “Mennirnir deila, og geta því ekki ávalt oröið sam-
ferða. En Guð blessar og lætur ekki orö sitt hverfa tómt aft-
ur. Eg lít því öruggur fram til þess ókomna. Eg veit, að hiö
Janna, sigrar.”
Allir þeir hér vestra, sem láta sig einlæglega varða trúmál,
ættu að lesa vel þessa bók.
Trúmálavikan í Reykjavík hafði blessun í för með sér.
Erurn við því ekki vaxnir aö eiga með oss trúmálafund, þó ó-
líkar skoðanir höfum, málsvarar allra trúmálastefna hér vestra?