Sameiningin - 01.10.1922, Side 29
317
þá láta jaínan einhverjar hjáróma raddir til sín heyra í sálum okkar,
eins og til aö telja okkur hughvarf, eða veikja ásetninginn og spilla
þjónustunni. Ritningin segir, aö freistingar þessar, og aörar slíkar,
eigi uppruna sinn i myrkraríkinu—veldi vondra anda, sem berjast
móti Guöi ^sjá t. d. Ef. G, 10-12j.
Gegn freistingum þessum baröist Jesús í óbygðinni. Bænin og
fastan var þróttur i þeirri baráttu; og aö síðustu reyndi sjálfur
höföingi myrkursins að vinna bug á honum og láta hann bregðast
kölluninni. Fyrst vill freistarinn tæla hann til að lina mannlega
kvöl sína—hungrið—með kraftaverki. Þetta mátti viröast al-sak-
laust í fljótu bragði. En hefði Jesús með guðlegum krafti sefað
hungur sitt eöa linað þrautir sínar á einhvern hátt, þá hefði hann
ekki gengið undir byrðar mannlífsins með okkur—ekki verið manns-
sonurinn, bróðir okkar allra, eins og Guð vildi.
Jesús svarar þeirri freisting með orðum úr fimtu bók Móse:
Maðurinn lifir ek-ki á fæðunni einni, heldur miklu frernur á almættis-
orði Guðs, sem viðheldur lifinu (5. Mós. 8, 3; sbr. Lúk. 1, 37J.
“Minn matur er að gjöra vilja þess, sem sendi mig”, sagði Jesús
síðar. Sá sem lætur á móti eigingjörnum vilja sínum og hlýðir
Guði, hann er í vernd Guðs. Skaparinm sér honum borgið. Þetta
var svar Jesú við fyrstu freistingunni. Það á líka að vera okkar
svar, þegar við freistumst til að ganga úr þjónustu Drottins og
láta eigingirnina ráða. ('Sbr. Matt. 6, 19-34).
Þá reynir freistarinn annað bragð. Áður vildi hann tæla
frelsarann til að vantreysta Guði. Nú reymir hann oftraustiS:
Drottinn muni sjá syni sínum borgið; alveg rétt. Hann skuli því
varpa sér ofan af hæsta turni musterisins, í augsýn Gyðinganna, og
ávinna sér þannig fylgi þeirra í einni svipan. Þeir heimtuSu eitt-
hvert þess konar tákn, síðar meir. Ekkert muni hann saka, þótt
hann taki þetta ráð, hann sé óhultur, í vernd Guðs. Þessu til sönn-
unar vitnar freistarinn jafnvel í Guðs orð ('Sálm. 91, 11, 12J.
Satan stal því undan, að fyrirheit þetta nær að eins til þeirra,
sem lifa eftir vilja Drottins. Jesús tók svarið enn úr fimtu bók
Móse: “Ekki skaltu freista Drottins, Guðs þíns” (5. Mós. 6, 16J.
Það er hræðileg synd, að stofna sér í hættur, andlegar eða líkam-
legar, nema það sé gjört í þjónustu Drottins og eftir skýlausum
boðum hans. Sá, sem leikur sér að voðanum, freistar Guðs og á
ekki heimting á neinni vernd.
Þá var eftir harðasta freistingin. Jesús var kominn til að
frelsa heiminn. Og nú býSur freistarinn honum alla veröldina, ef
hann vilji að eins falla fram og tilbiðja sig—víkja örlítið frá
stramgri hlýðni, og eignast alt mannkynið fyrir þá tilslökun; þurfa
svo ekki að líða og deyja, til þess að eignast sálir mannanna. Þetta
mátti virðast vel boðið. En Jesús vissi hvað í bessu lá. Hefði
hann tekið boðinu, þá tapaði freistarinn engu. heldur eignaðist
Krist og heiminn með.
Orðin voru mjúkleg og heillandi, en efnið fjandsamlegt. Jesús