Sameiningin - 01.10.1922, Side 27
315
3>essu getum viS séö, aö kraft.ur Drottins bjó í manninum og erind-
inu; enda bar Jesús honum þann vitnisburð, að hann hefði verið
“brennandi og skínandi lampi” fjóh. 5, 35J og að enginn maður
honum meiri hefði fæðst í heiminn á dögum garnla sáttmálans
í'Lúk. 7, 28). Annað eins mikilmenni þurfum við að virða fyrir
okkur, til þess að sjá, hvað af honum er að læra.
Þegar austurlenzkir konungar fóru í ferðalög, sendu þeir
venjulega hraðboða á undan sér, til þess að boða fólkinu komu sína
og láta greiða fyrir ferðum sínum á allan hátt. Menn þessir urðu
að vera fljótir í förum og léttir á sér; máttu því ekki dúða sig upp
eða ofþyngja sér með óþörfum farangri. Guðs orð líkir Jóhannesi
við slíkan hraðboða. fSjá Lúk. 3, 4; 7, 27). Og hann fór dyggilega
með erindi sitt; varpaði frá sér öllu, sem hefði getað lamað kraft-
ana, veikt boðskapinn eða tafið fyrir.
Hann var helgaður Guði frá bamæsku, bragðaði ekki vín, og
lifði grandvöru lífi; því að synd og svall gjörir menn óhæfa til að
flytja erindi Drottins. fSjá Lúk. 1, 15).
Prestsembættið gekk í erfðir meðal Gyðinga; Jóhannes var þvi
prestur, helgiþjónn, eins og faðir hans. En hann afsalar sér
j>essu virðulega embætti, því að musteris-þjónustan hefði tafið fyrir
því sérstaka erindi, sem hann átti að flytja, og svo hefði hann orðið
að lúta hö'fuðprestunum, sem reyndust óvinveittir fagnaðarerindinu.
Ekki fékk hann sér aðra atvinnu, heldur fór út í óbygðir,
iklæddist einföldum og ódýrum fatnaði, lifði á vistum viltrar nátt-
úrunnar og var því engum háður. Gat hann því hiklaust og djarf-
lega rekið erindi Drottins, án þess að hugsa um óvinsældir eða at-
vinnuspjöll. þSjá Matt. 3, 4).
Eiginni vegsemd varpaði hann algjörlega burt úr huga sínum.
Jóhánnes var ekkert, sagði hann, ekki svo mikið sem þjónn eða
(boðberi, því síður spámaður; hann var ekkert annað en rödd, sem
boðaði komu Drottins. Það eitt úr orðum spámannanna vildi hann
tileinka sér ('Jóh. 1, 19-23). Og þegar hann var beðiran að gjöra
grein fyrír sjálfum sér og sínu verki, þá talaði hann um frelsarann
og hans verk ("sjá 15.-17. v. textans, og Jóh. 1, 25-28). Hugurinn
var allur á erindinu sjállu1, kraftarnir óskiftir.
Ekki veiktí hann boðskap sinn með útúrdúrum eða auka-atrið-
um. Gekk beint að efninu. Margt var að í kirkjustjórn og þjóð-
lífi Gyðihga, en rótin var að eins ein, syndin, vonzka hjartans; um
bað aðal-mein var öll hans prédikun. Öxin verður ekki látin sníða
burtu fáeinar greinar — hún verður lögð að rótinni, segir hann
79. v.). Og eins, þegar hann talar um frelsunina, þá varar hann
við skottulækningu sjálfsþóttans' (8. v.); segir ekkert um útvortis
umbætur ; bendir að eins á frelsarann (15. v., sbr. Jóh 1, 29, 30), Og
ekki nema einn árangur vildi hann tala um: þann, að bera ávexti
samboðna iðraninni.
Þetta lærum við þá af Jóhannesi: Hann varpaði frá sér öll
um hégóma, allri hugsun um eigin hag eða vegsemd, öllurn auka-