Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.10.1922, Side 30

Sameiningin - 01.10.1922, Side 30
318 var meS freisting; þessari skoraöur á hólm, og hann tók boöið óstint upp, valdi sér enn einn slöngustein úr Guðs orði—5. bók Móse —og felcli með honum hinn mikla Golíat myrkraveldisins: “Drottin. Guð þimn, átt þú að tilbiðja, og þjóna honum einum’’ f'sbr. 5. Mós. 6, 13J. — Á milli góðs og ills er enginn meðalvegur, engin samn- ings-leið; tilslökun öll við syndina, svíkur Guð cg ávinnur ekkert nema ilt eitt. Kristur freistaðist á allan hátt, eins og við, og sigraði. í hans nafni getum við líka sigrað: Við höfum hann að fyrirmynd í bar- áttunni, af því að hann er maður; getum sigrað í krafti hans, af því að hann er meira en maður. Bænin og Guðs orð eru vopnin, (^Sbr. Matt. 26, 41). Öll svörin þrjú, sem Jesús sigraði freisting- arnar með, eru tekin úr litlum kafla fimtu Mósebókar; en þann kafla voru Gyðingar látnir læra fyrstan úr ritningunni, þegar þeir voru börn. Jesús hefir því kunnað orðin utan að frá blautu barns- beini. Á þessu sjáum við, hve mikilvægt er að leggja stund á orð Drottins í æskunni. Til hliSsjónar: .1. Mós., 3,. kap.; 1. Kor. 16, 12-13; Hebr. 2. 18; 4, 14-15; Jak. 1, 12-18; Gal. 2, 20; 2. Kor. 12, 7-10. — Sálmar: 232; 131; 230; 172; 326; 4, 22-24. Heimatrúboð. Söfnuðir kirkjufélagsins þurfa á þessu hausti að leggja fram meira fé en vant er til starfræikslu Heimatrúboðsins, vegna aukins starfs á því svæði. Heimatrúboð, eða kristindómsstarf heima f}rrir í bygðum íslendinga, er það starf kirkjufélagsins, sem mestu varð- ar. Sum' prestaköll þarf að styrkja, og presta þarf að senda í prestlausar bygðir. Stjórn kirkjufélagsins hefir ráðið séra Rúnólf Marteinsson til starfs um sex mánaða tíma og umsjónar um trú- boðsstarfið. Má vænta hins bezta af starfi hans. En því víðtæk- ara sem starfið er, því meir þarf til þess að kosta. Söfnuðirnir verða óefað drengilega við áskorun Framkvæmdarnefndarinnar um rífleg tillög. Mundu ekki kvenfélögin líka fús að hlaupa undir bagga? Kristniboðinn á heimleið. Séra S. Octavíus Thorláksson lagði á stað frá Japan, ásamt fjölskyldu sinni, þann 11. þ.m., og er væntanlegur heim nú um næstu mánaðamót. Heilsa séra Octavíusar hefir ekki verið sem bezt um tíma og hverfuú hann því heim einu missiri fyr en elfa hefði verið. Væntanlega ferðast hann um meðal safnaða vorra, þegar .hann hefir hvílt sig um tíma og hrest eftir ferðina. Gjafir til “Sam.”—Sumir menn sýna “Safn.” þ á velvild, að þeir útvega henni nýja kaupendur, hve nær sem þeir geta. Það kemur og fyrir, að blaðinu eru sendar gjafir. í vor er leið sendi t.d. “Vinur í Gimli-söfnuði” blaðinu $10.00 og ónefnd kona sendi $5.00. Fyrir alla drengilega aðstoð vina sinna er “Sam.” þakklát.

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.