Sameiningin - 01.12.1923, Qupperneq 4
354
+ ■-----■■-■«.-•■—■■->■->■-X-■■-■■-<■-■■-■■-■■-><-■■-■■-"■-■■-■■---■•{•
í
Jólagjöfm bezta. j
t !
+------------------------------------------------------------------*
“Svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn
eingetinn”.—Jólagjöfin frá Guði er Jesús. Guð hefir
gefið okiíur Jesúm í jólagjöf.
Það var ekki einungis einu sinni, endur fyrir löngu,
að Guð gaf mönnunum Jesúm. Guð gefur okkur Jesúm
á hverju ári, hverjum degi, liverri stundu.
Börnin skoða jólagjafirnar sínar vandlega, þreyt-
ast aldrei á því að dást að þeim o^ þakka fyrir þær.
“Nema þér verðið eins og börn,”—mælti meist-
arinn.
Listamaður nokkur tók ungan lærisvein sinn með
sér einn dag, og gengu þeir xít í fagran skóg og með speg-
ilfögrum vötnum. Það kom sólarlag. Meistarinn mælti
til lærisveinsins: “Málaðu sólsetrið.” Lærisveinninn
horfði þögull um stund, en svaraði loks: “Eg get ekki
málað dýrð.”
Við getum ekki málað dýrð Jesú. Sjálfur postul-
inn, sem hafði litið Jesúm líkamlegum augum, treysti
sér ekki til þess. Hann gat ekki sagt annað en það:
“Vér sáum dýrð hans, dýrð sem eingetins sonar frá
föður. ” Samt þreyttust augu postulans aldrei á því,
að horfa á Jesúm, og hjarta hans aldrei á því, að elska
Jesúm.
Börnin eru ekki fyrst og fremst að hugsa um það,
úr livaða efni jólagjöfin sé gjörð og hvernig hún hafi
til orðið, — en þau njóta gjafarinnar eins fyrir því og
láta sér þykja vænt um hana.
Við kunnum ekki að aðgreina alla litina í dýrðar-
ljóma Jesú. Við getum ekki málað Guð. En fegurð-
arinnar njótum við eigi að síður, og elskum heitara en
lífið gjöfina, sem við fengum frá Guði á jólunum.