Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.12.1923, Side 6

Sameiningin - 01.12.1923, Side 6
356 eða mælt á nokkurn mannlegan mælikvarða? “Þökk sé Guði fyrir sína óumræðilegu gjöf.” Til er málverk fagurt eftir listamann þann, er nefn- ist L’Hermite. Myndin ber nafnið: “Meðal Smæl- ingja.” Það er á bóndabæ. Matborð er tilreitt í lítilli borðstofu. Það er komið kvöld. Heimilisfólkið safnast að borðinu. Heimilisfaðirinn stendur í dyrunum og er augsýnilega að koma beim frá dagsverki sínu. Hann liefir í fanginu yngsta barnið, sem hlaupið hefir út á móti pabba sínum. En nú kemur aðal-dráttur mál- verksins: Við þetta borð almúgafólksins stendur mað- iir, undursamlega fríður sýnum og bátignarlegur. Hann lyftir upp höndum yfir matborðið eins og sá, er lýsir blessun Drottins. Það er Kristur, sem þar blessar dag- legt brauð “smælingjanna.” Þetta er fögmr mynd af því, að jólagjöf Guðs, Jesús, varpar ljóma dýrðarinnar einnig yfir hið hvemsdags- lega starfslíf þeirra, sem meðtaka hann. Má hið óróa og erfiða líf samtíðar okkar við því, að hafna jólagjöf Guðs? Myndi það ekki úrlausn allra vandamála mannfélagsins, að taka við Jesú og leiða anda hans og áhrif inn til sín? Til þess að lægja öldur ástríðanna og heiftarinn- ar, sem nú rísa svo hátt í heiminum, vill Guð gefa heim- inum Jesúm enn á þessum jólum. Hverri syndugri og syrgjandi sál gefur Guð nú Jesúm Krist. Mátt Þií við því, kæri lesari, að hafna Jesú? Getur þú gert þér í hugarlund meiri ógæfu en þá, að þiggja ekki jólagjöf Guðs þíns? Góður Guð gefi öllum náð til þess, að taka við Jesú á jólunum. Hann er jólagjöfin bezta. B. B. J.

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.